Gagnvirkni í glærusýningum

Ég hef áður skrifað um mögluleika á gagnvirkni í kynningum, m.a. með Nearpod og með því að virkja spjallsvæðið á Google Sildes. Um daginn rakst ég á umfjöllun um viðbót við Google Slides sem heitir Poll Everywhere. Það borgar sig nefnilega stundum að þvælast um á Twitter og fylgjast með myllumerkjum sem eiga hugann hverju sinni. Þar sem ég hafði nýlega virkjað spjallsvæði í Google Slides sýningu fannst mér þetta áhugavert og hlóð viðbótinni niður og stofnaði mér ókeypis aðgang á vefsvæði Poll Everywhere.  Um leið og það hefur verið gert bætist flipi sem heitir Poll Everywhre við skipanaröðina efst þegar Google Slides er opnað. Til þess að setja könnun, spurningu eða annað sem viðbótin býður uppá þarf ekki annað en að smella á þennan flipa og velja hvað á að setja inn í glærusýninguna.

Svo virðist sem hægt sé að gera sér safn af spurningum og könnunum inni á vefsvæðinu hjá Poll Everywhere og geyma þær þar og sækja þær og setja inn í glærusýningar þegar hentar. Einnig er hægt að búa til nýjar spurningar sem henta hverju tilefni fyrir sig og þá að gera það beint úr Google Slides og setja inn í sýninguna.

Halda áfram að lesa

Samglósun

img_1256

Af hverjum lærir þú og hver er þín fyrirmynd? Úr fyrirlestri Zachary Walker

Á dögunum sótti ég ráðstefnu Samtaka skólastjórnenda í Evrópu. Ráðstefnan var haldin í Maastricht í Hollandi og yfirskrift hennar var Leadership matters! Á henni var fjallað um fjögur þemu, í aðalfyrirlestrum, á málstofum, í skólaheimsóknum og ekki síst í skemmtiatriðum:

  • Inspire and Innovate: 21. century leadership
  • Dream of the future: 21. century pedagogies
  • Global citizenship: 21. century competences
  • Well being for 21. century kids

Stór hópur íslenskra skólastjórnenda af öllum skólastigum sóttu ráðstefnuna. Í allt gæti ég trúað að þarna hafi verið um 70 manns frá Íslandi en heildarfjöldi ráðstefnugesta var sagður vera um 600 manns.

Halda áfram að lesa

Rauntímafréttir og söguskráning

img_5076

Samskiptamiðlar gefa marga möguleika fyrir skóla til að senda frá sér rauntímafréttir. Í Þelamerkurskóla höfum við notað bæði Facebook síðu skólans og einnig Twitter-svæði hans. Í þessari viku (26.-30. okt.) eru nemendur 6. og 7. bekkjar í skólabúðunum á Reykjum og við höfum nýtt okkur Twitter til að koma rauntímafréttum frá dvölinni til foreldra og annarra til að fylgjast með. Við höfum líka sett nokkrar færslur inn á Facebook síðu skólans. Það sem mér finnst Twitter samt hafa framyfir Facebook er að mér finnst fljótlegra að ná sambandi og Twitter er einfaldari í notkun en Facebook og þar sem netsamband er ekki mjög öflugt hérna í Hrútafirðinum er þessi leið sjálfvalin.

Til að gera tístin aðgengileg öllum sem vilja fylgjast með höfum við sett glugga á forsíðu heimasíðunnar sem sýnir það sem gerist á Twitter-svæði skólans og gefið foreldrum slóðina og umræðuþráðinn í tölvupósti áður en lagt var af stað. Samt þarf fólk ekki að vera Twitter notendur til að geta fylgst með einhverjum þar eða umræðuþræði.

Við bjuggum til umræðuþráðinn #Reykir2015 og reynum að tísta myndum og skilaboðum reglulega yfir daginn. Einnig höfum við byrjað að safna tístunum saman í sögu á Storify. Þannig verður til heilleg skráning á því sem sagt var frá á meðan á dvölinni stóð. Þeirri sögu er svo hægt að dreifa víða, í tölvupósti, á heimasíðu og Facebook. Það gefur fleirum færi á að kynnast dvölinni og starfinu bæði í Þelamerkurskóla og skólabúðunum á Reykjum.

Halda áfram að lesa