Aðrir vefir, efni og störf höfundar

Í Menntavarpi Ingva Hrannars

Rætt um Bara byrja og fleira í Menntavarpi Ingva Hrannars í júní 2018.


Handraðinn

Handraðinn er vefur fyrir kennara til að nota upplýsingatækni í kennslu. Lokaverkefni námskeiðinu Upplýsingatækni og starfsþróun til framtíðar við Háskólann á Akureyri á vorönn 2018. Verkefnið var unnið með Berglindi Hauksdóttur kennara við Þelamerkurskóla, Lindu Rós Rögnvaldsdóttur og Margréti Aðalgeirsdóttur kennurum við Oddeyrarskóla. Kíktu í handraðann, við getum öll nýtt upplýsingatækni í kennslu ef við bara byrjum að prófa okkur áfram!


Vefsíða verkefnaskila í námsleyfi

Veturinn 2018-2019 er ég í námsleyfi og stunda MA nám við Háskólann á Akureyri. Til að halda utan um verkefnaskilin og að gera námið fleirum en sjálfri mér sýnilegt safnaði ég verkefnunum inn á vefsíðu.


Námsferð til Hollands

Heimasíða um námsferð í tvo skóla í Venlo í Hollandi; De Wijnberg og Talentencampus. Ferðin var styrkt af Ersamus+ menntaáætluninni. Hérna er sagt frá skráningu ferðarinnar.


Litla yogastofan

Ingileif Ástvaldsdóttir, höfundrur Bara byrja lauk 270 tíma yogakennaranámi undir handleiðslu Ástu Arnardóttur yogakennara í Yogavin í mars 2019. Sumarið 2019 bauð Ingileif uppá opna tíma í heimastofu og úti undir berum himni undir merkjum Litlu yogastofunnar. Nánair upplýsingar er að finna á Facebook síðu Litlu yogastofunnar.