Gagn og gaman á UTís2015

Á síðasta föstudag og laugardag (6. og 7. nóv. 2015) var ég svo heppin að fá að taka þátt í UTís2015 á Sauðárkróki. UTís2015 voru vinnu- og menntabúðir um notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Þar komu saman kennarar og aðrir sem hafa áhuga á upplýsingatækni í skólastarfi. Snemma í haust barst boð um þátttöku og mér skilst að tvisvar sinnum hafi verið hægt að fylla þau pláss sem voru í boði. Eðlilega stýra laus gistirými og önnur aðsta á staðnum þeim fjölda sem getur sótt vinnu- og menntabúðirnar en 63 sóttu hana.

ingileif og LinaSvo heppilega vildi til að við Lína vinkona sóttum báðar um að koma á UTís og fengum báðar pláss og auðvitað byrjaði föstudagurinn á því að taka af okkur sjálfu og segja öllum frá því á samfélagsmiðlum að við værum núna loksins aftur saman á skólabekk. En það gerðist síðast þegar við vorum í Gagnfræðaskólanum á Ísafirði. Við mættum auðvitað á fimmtudagskvöldinu og náðum gæðastund á hótelherberginu með rauðvíni, vinkonuspjalli og hekldótinu.

Í þessari færslu skrái ég það gagn og það gaman sem ég hafði af vinnu- og menntabúðunum UTís2015:

Halda áfram að lesa

Rauntímafréttir og söguskráning

img_5076

Samskiptamiðlar gefa marga möguleika fyrir skóla til að senda frá sér rauntímafréttir. Í Þelamerkurskóla höfum við notað bæði Facebook síðu skólans og einnig Twitter-svæði hans. Í þessari viku (26.-30. okt.) eru nemendur 6. og 7. bekkjar í skólabúðunum á Reykjum og við höfum nýtt okkur Twitter til að koma rauntímafréttum frá dvölinni til foreldra og annarra til að fylgjast með. Við höfum líka sett nokkrar færslur inn á Facebook síðu skólans. Það sem mér finnst Twitter samt hafa framyfir Facebook er að mér finnst fljótlegra að ná sambandi og Twitter er einfaldari í notkun en Facebook og þar sem netsamband er ekki mjög öflugt hérna í Hrútafirðinum er þessi leið sjálfvalin.

Til að gera tístin aðgengileg öllum sem vilja fylgjast með höfum við sett glugga á forsíðu heimasíðunnar sem sýnir það sem gerist á Twitter-svæði skólans og gefið foreldrum slóðina og umræðuþráðinn í tölvupósti áður en lagt var af stað. Samt þarf fólk ekki að vera Twitter notendur til að geta fylgst með einhverjum þar eða umræðuþræði.

Við bjuggum til umræðuþráðinn #Reykir2015 og reynum að tísta myndum og skilaboðum reglulega yfir daginn. Einnig höfum við byrjað að safna tístunum saman í sögu á Storify. Þannig verður til heilleg skráning á því sem sagt var frá á meðan á dvölinni stóð. Þeirri sögu er svo hægt að dreifa víða, í tölvupósti, á heimasíðu og Facebook. Það gefur fleirum færi á að kynnast dvölinni og starfinu bæði í Þelamerkurskóla og skólabúðunum á Reykjum.

Halda áfram að lesa

Afleysing í 5. og 6. bekk

Í gær leysti ég af í tvær kennslustundir í 5. og 6. bekk og á skipulagsblaði kennarans stóð að nemendur ættu að vinna í áætlunum sínum. Þegar leið á fyrri tímann kom í ljós að flestir voru búnir eða langt komnir með áætlanirnar sínar. Ég greip þá til Ipadanna sem ég sá að voru lausir og bað nemendur um að sameinast tveir og tveir um hvern Ipad. Ég tengdi minn Ipad við skjávarpann og saman fórum við inn á Class Tools og ég bað nemendur um að leita að þraut sem heitir Fuglarnir sem ég hafði búið til um daginn til að prófa hvernig þetta virkaði. Það er skemmst frá því að segja að nemendur sökktu sér ofan í spjaldtölvurnar og tóku verkefnið mjög alvarlega og fannst þetta jafnframt skemmtilegt. Leikurinn vakti spenning og börnin ræddu um hvað fuglarnir gætu mögulega átt sameiginlegt.

Dæmi um ferningaþraut. T.d. hægt að nýta í vinnu með lykilorð.

Ég vissi að þessi nemendahópur hafði nýlega lokið við hópastarf um Norðurlöndin og einnig kynningar á hópverkefnum sínum svo ég spurði börnin hvort þau langaði til að búa sjálf til þrautir af þessu tagi um Norðurlöndin. Þau sögðust vera meira en til í það en einhver taldi að þetta gæti orðið svo flókið tækniatriði en annar sagði: Iss, við getum þetta ef Ingileif ræður við það!

Þar sem ég vildi ekki að tæknileg atriði í misgóðu netsambandi og tölvukosti sem ekki er uppá sitt besta eyddu spenningi nemenda bað ég þá um að skrá þrautirnar fyrst á blað. Kennarinn sem tók við hópnum á eftir mér var svo með nemendum á meðan þeir blöðuðu í kennslubókunum, leituðu á netinu og í kortabók til að finna fjögur lykilorð sem lýstu þeim fjórum löndum sem þau völdu í þrautina sína. Á meðan ætlaði ég að vinna í nýju vinnumati kennara en stóðst ekki mátið og bjó í snarhasti til 10 spurninga Kahoot! þraut um Norðurlöndin sem ég ætlaði að hafa í handraðanum þegar og ef við hefðum tíma til áður en nemendur héldu heim í gær.

Halda áfram að lesa

Raunir vegna rauntímafrétta

Í Þelamerkurskóla hefur í vetur verið reynt að koma fleiri fréttum af skólastarfinu til foreldra og annarra velunnara en áður hefur tíðkast. Í því skyni hefur verið skilgreint hvaða hlutverki hver fréttamiðill sem skólinn hefur komið sér upp gegnir.

Upplysingar og samskipti3

Upplýsinga- og fréttamiðlar Þelamerkurskóla

Litið er svo á að heimasíða skólans sé brunnurinn þar sem flestar upplýsingar um skólastarfið er að finna ásamt ítarlegum fréttum. Þar er einnig myndasafn skólans. Síðan hefur stefnan verið að nýta samfélagsmiðlana, rafrænt fréttabréf og tölvupósta til að leiða fólk inn á heimasíðuna.

Upplysingar og samskipti4

Hvar á að miðla upplýsingunum?

Samfélagsmiðlana, Twitter og Facebook höfum við einnig notað til að segja rauntímafréttir af starfinu í skólanum. Það eru stuttar fréttir og myndir sem eru send út á miðlana jafnóðum og atburðirnir eiga sér stað. Það gefur foreldrum og öðrum velunnurum meiri möguleika en áður til að fylgjast með því sem um er að vera í skólanum. Fyrsta tilraun skólans í þessu og gott dæmi um það var þegar nemendur fóru í Skólabúðirnar að Reykjum í hitteðfyrra. Þá gat kennarinn sem fylgdi nemendum sent út á Twitter-síðu skólans örfréttir af dvölinni undir umræðuþræðinum (e. hashtag #) #reykir2013. Sjaldan hafa skólanum borist fleiri þakkir fyrir fréttaflutning af starfinu. Þetta er handhæg leið fyrir skólann að gefa foreldrum upplýsingar um atburði og augnablik úr starfinu. Foreldrar þurfa ekki sjálfir að vera á Twitter, aðeins að komast á twitter.com og geta sett umræðuþráðinn í leitargluggann.

Halda áfram að lesa

Verkfæri í kennslustofnuna – Class Tools

classtoolsÍ dag gerðist Þelamerkurskóli áskrifandi að ClassTools (50 pund fyrir 6 mánuði) og ég bjó til tvær þrautir í Ferningnum til að sjá hvernig þetta virkaði. Annar ferningurinn er um fugla og hinn um íslenska bókahöfunda.  Báðir virkuðu vel og var auðvelt að fylgja leiðbeiningunum á skjánum. Mér sýnist þetta geta gengið bæði á venjulegar tölvur og spjaldtölvur. Útilitið er eins og öll síðan, allt í lagi en ekki mjög mikið fyrir augað. Ég er samt ekki viss um að í hita leiksins taki krakkarnir eftir því.

Ég prófaði svo að setja fuglana í Ruslatunnu-þrautina og sá fyrir mér að það væri einfaldari útgáfa fyrir yngstu nemendurna. Svo þegar ég deildi þessu út til kennaranna og ætlaði að prófa hvort hlekkurinn virkaði gerðist ekkert, enda hafði ég skipt af tölvunni og yfir á spjaldtölvuna. Eftir að hafa flett svolítið í vefsíðunni sá ég FAQs og komst að því að ruslatunnuþrautin er ekki spjaldtölvutæk. Ef ætlunin er að nota þrautina á spjaldtölvu er sennilega best að byrja á því að skoða listann yfir þrautirnar sem hafa verið gerðar spjaldtölvuvænar og kanna svo hver þeira hentar verkefninu og þrautinni. Þær sem eru hérna fyrir neðan hafa verið gerðar spjaldtölvuvænar:

Halda áfram að lesa

Af Samspili

 Í gær áttu Norðlendingar þess kost að sitja staðbundið námskeið (Útspil) innan UT-átaks Menntamiðju sem kallast Samspil 2015. Námskeiðið var haldið í Brekkuskóla og mátti telja um það bil 30 þátttakendur í salnum.

Frá Þelamerkurskóla mættu fjórir þátttakendur á námskeiðið, tveir kennarar og báðir stjórnendur skólans. Áður en við lögðum í ´ann inn á Akureyri hraus okkur aðstoðarskólastjóranum hugur við því að sitja á námskeiði um upplýsingatækni í fimm klukkustundir. Við lögðum strax á ráðin um að reyna að komast af námskeiðinu um klukkan sex; sögðumst bæði hafa öðrum hnöppum að hneppa svona seinni part dagsins.

Það er skemmst frá því að segja að þeir hnappar voru ekki hnepptir í gær á milli klukkan sex og sjö, því tíminn á námskeiðinu flaug áfram. Námskeiðið reyndist lifandi, áhugavert, skemmtilegt og um fram allt hvetjandi. Skipulag námskeiðsins gerði ráð fyrir virkni, umræðum þátttakenda og fyrirlestrum frá skipuleggjendum.

Ég kynntist:

Halda áfram að lesa