Samglósun

img_1256

Af hverjum lærir þú og hver er þín fyrirmynd? Úr fyrirlestri Zachary Walker

Á dögunum sótti ég ráðstefnu Samtaka skólastjórnenda í Evrópu. Ráðstefnan var haldin í Maastricht í Hollandi og yfirskrift hennar var Leadership matters! Á henni var fjallað um fjögur þemu, í aðalfyrirlestrum, á málstofum, í skólaheimsóknum og ekki síst í skemmtiatriðum:

 • Inspire and Innovate: 21. century leadership
 • Dream of the future: 21. century pedagogies
 • Global citizenship: 21. century competences
 • Well being for 21. century kids

Stór hópur íslenskra skólastjórnenda af öllum skólastigum sóttu ráðstefnuna. Í allt gæti ég trúað að þarna hafi verið um 70 manns frá Íslandi en heildarfjöldi ráðstefnugesta var sagður vera um 600 manns.

Það má alltaf velta því fyrir sér hvaða gildi og áhrif ráðstefnur af þessu tagi hafi fyrir einstaklingana og/eða hópana sem þær sækja. Að mínu mati hafa góðar ráðstefnur eins og ESHA ráðstefnunurnar að öllu jöfnu eru, nokkkurt gildi fyrir skólstjórnendur, bæði faglega og félagslega. Þannig hafa þær áhrif á þá sem hana sækja, meðal annars til að vekja þá til umhugsunar um eigið starf og það getur jafnvel orðið til þess að þeir breyti einhverju í starfi sínu. Eitt er víst að tengslanet flestra styrkist á ráðstefnum sem þessum.

Þegar ljóst varð að svo margir Íslendingar ætluðu á ESHA ráðstefnuna að þessu sinni datt mér í hug að hvetja þá til þess að nýta sér myllumerkið #esha_isl á Twitter til að tísta um það sem þeim þætti áhugaverðast á ráðstefnunni. Markmiðið með þessu var:

 • að fjölga í hópi skólastjórnenda sem nýta sér Twitter
 • að gefa skólastjórnendum raunhæft tækifæri til að sjá hve öflugur miðill Twitter getur verið
 • að flytja rauntímafréttir af ráðstefnunni
 • að safna saman rafrænum glósum íslensku þátttakendanna á einn stað
 • að eiga umræðuefni um ráðstefnuna á einum stað (rafrænt)

Það má segja að íslensku þátttakendurnir hafi tekið vel við sér, þeir tístu að jafnaði 130 tístum á dag þessa þrjá daga sem ráðstefnan var. Þannig söfnuðust saman glósur sem þátttakendur deildu með þeim sem voru á ráðstefnunni og ekki síst með þeim sem ekki voru á staðnum.

Eftir ráðstefnuna safnaði ég tístunum saman í tvær samantektir á vefsvæðinu Storify. Önnur náði yfir ferðalagið til Maastricht og fyrsta dag ráðstefnunnar en í hinni eru samantekt frá öðrum og þriðja degi ráðstefnunnar.

Með samantektunum verða til sögur af sameiginlegri upplifun hópsins sem hann getur nýtt til samræðu um lærdóminn af ráðstefnunni og jafnframt nýtt til að miðla til þeirra  sem ekki voru á staðnum á rauntíma.

2 thoughts on “Samglósun

 1. Bakvísun: Miðlun reynslu | Bara byrja

 2. Bakvísun: Að læra saman og hvert af öðru | Bara byrja

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.