Miðlun reynslu

Ég fylgist með bloggi sem heitir Connected Principals og á dögunum var þar verið að fjalla um hvernig skólastjórnendur gætu miðlað reynslu sinni og þekkingu með því að blogga um starf sitt. Þar rak ég augun í setninguna:

You think you have nothing to say but you have a story to tell!

recite-4cirz7

Þessi setning hefur minnt á sig að undanförnu þar sem ég hef fylgst með stjórnendum reyna sig á því að tísta saman á ESHA ráðstefnunni og einnig á meðan ég hlustaði á fyrirlesara á málstofum ráðstefnunnar hvetja þátttakendur til að segja frá öllu því góða sem um er að vera í skólastarfi og hvernig kennarar og skólastjórnendur læra daglega af starfi sínu. Þannig fræðast aðrir um starfið og þeir sem skrá og miðla, ígrunda starf sitt með því að koma því í orð og deila ígrundun sinni. Og til viðbótar megi segja að starfsþróun stéttarinnar breiðist hraðar út en hún hefur nokkurn tímann haft möguleika á að gera vegna þess að einnig er hægt að miðla lærdómi sínum í starfi með því að segja frá honum í sérstökum hópum á Facebook eða tísta um einstök hugðarefni í starfinu og fylgjast líka með öðrum á Twitter í svipuðum pælingum.

Halda áfram að lesa

Samglósun

img_1256

Af hverjum lærir þú og hver er þín fyrirmynd? Úr fyrirlestri Zachary Walker

Á dögunum sótti ég ráðstefnu Samtaka skólastjórnenda í Evrópu. Ráðstefnan var haldin í Maastricht í Hollandi og yfirskrift hennar var Leadership matters! Á henni var fjallað um fjögur þemu, í aðalfyrirlestrum, á málstofum, í skólaheimsóknum og ekki síst í skemmtiatriðum:

  • Inspire and Innovate: 21. century leadership
  • Dream of the future: 21. century pedagogies
  • Global citizenship: 21. century competences
  • Well being for 21. century kids

Stór hópur íslenskra skólastjórnenda af öllum skólastigum sóttu ráðstefnuna. Í allt gæti ég trúað að þarna hafi verið um 70 manns frá Íslandi en heildarfjöldi ráðstefnugesta var sagður vera um 600 manns.

Halda áfram að lesa

Auglýsingasnepill verður vefsvæði

maelingar

Fyrir nokkru tók ég þátt í því að undirbúa ráðstefnuna Vegur til farsældar? Mat og mælingar á árangri skólastarfs. Þar sem nokkrar stofnanir komu að skipulaginu þótti vænlegt að finna leið til að búa til eina auglýsingu sem allar stofnanirnar gætu dreift á miðlum sínum og að án lítillar fyrirhafnar væri hægt að uppfæra auglýsinguna jafnóðum og upplýsingar um ráðstefnuna bærust undirbúningshópnum.

Þar sem ég hef kynnst Smore nokkuð vel til að búa til rafrænar auglýsingar stakk ég uppá því að hópurinn nýtti sér það kerfi. Það er skemmst frá því að segja að eftir því sem á undirbúninginn leið þróaðist litli rafræni snepillinn sem átti að vera auglýsing, yfir í að verða vefsvæði ráðstefnunnar með því að nýta með honum það sem Google Drive, Twitter og bein útsending hafa uppá að bjóða:

  • Upplýsingaskjöl ráðstefnunnar voru vistuð á Google Drive og hlekkjuð inn á auglýsinguna.
  • Skráning ráðstefnunnar fór fram í gegnum Google Forms og hlekkjað inn á hnapp á auglýsingunni.
  • Spurningar til umræðna í hópunum voru settar upp í Google Forms og hlekkjaðar inn á auglýsinguna. Skráningar hópanna voru svo gerðar öllum aðgengilegar að lokinni ráðstefnunni.
  • Búið var til myllumerki fyrir ráðstefnuna til að auðvelda fólki að tísta glósum sínum eða leggja fram spurningar til umræðu. Eftir ráðstefnuna var þeim safnað saman í eina „sögu„.
  • Ráðstefnunni var streymt í gegnum netið og upptakan síðan gerð aðgengileg á vefsvæði að henni lokinni.

Halda áfram að lesa