Þar sem ESHA ráðstefnan er í komandi viku rifjaðist upp fyrir mér að einn af aðalfyrirlesurum ESHA ráðstefnunnar 2012 var Hollendingurinn Mark van Vugt og hann mun einnig tala á ráðstefnunni í Maasticht. Hérna fyrir neðan er pistill sem ég skrifaði upp úr fyrirlestri hans eftir heimkomuna 2012 og birtist hún þá á heimasíðu Skólastjórafélags Íslands:
Mark Van Vugt er professor í sálfræði við VU Háskólann í Amsterdam. Rannsóknir hans og skrif hafa birst í mörgum virtum tímaritum og einnig þeim sem teljast “poppvísindatímarit”, sjá: http://www.psychologytoday.com/blog/naturally-selected
Sérsvið Van Vugt er á sviði stjórnunar-/leiðtogafræða innan félagssálfræðinnar. Síðustu skrif hans (2012) og rannsóknir beinast að hegðun og samspili leiðtoga og fylgjenda þeirra. Þeir sem vilja kynna sér betur verk hans er bent á heimasíðuna www.professormarkvanvugt.com.
Hvers konar leiðtoga viltu fylgja?
Í upphafi fyrirlestrarins sýndi Van Vugt myndir af tveimur stjórnendum. Annan þeirra nefndi hann Larry og hinn John og sagðist gjarnan spyrja áheyrendur sína hvor þessara manna þeir vildu frekar vera. Báðir stjórnendurnir þykja hafa náð góðum árangri í störfum sínum. Larry á sportbíla, skútu og önnur eftirsóknarverð farartæki. Og í fréttum kemur fram að hann er nýlega kvæntur í þriðja sinn.
Á heimasíðu fyrirtækisins hjá John kemur í ljós að á síðasta ári fékk hann greiddan 1 dollara í arð af fyrirtækinu. Það var ekki vegna þess að fyrirtækið gekk illa heldur vegna þess að John segist ekki hafa þörf fyrir meiri peninga; hann eigi og hafi allt sem hann þurfi. Arður fyrirtækisins muni framvegis verða notaður starfsmönnum og viðskiptavinum til hagsbóta.
Van Vugt fullyrti að oftast vildu fleiri áheyrenda hans vera Larry. Van Vugt sagðist svo næst spyrja spurningar sem væri mikilvægari en sú fyrri: hvort myndir þú vilja vinna hjá Larry eða John? Hann sagði að þá snérist dæmið oftast við. Flestir vilja vinna hjá John.
Halda áfram að lesa →
Viltu deila færslunni með öðrum?
Like this:
Like Loading...