Pinterest

Pinterest er samfélagsmiðill og Sheninger (2014) segir að honum sé best lýst með því að segja að hann sé risastór korktafla þar sem notendur geta safnað saman hugmyndum og flokkað eftir innihaldi. Hugmyndunum er dreift með myndum og þeim fylgja oft tenglar þar sem hægt er að sjá nákvæmar leiðbeiningar.

Á Pinterest er mikið af efni fyrir kennara; bæði bók- og verkgreinakennara og líka þá sem vilja samþætta greinar. Hérna fyrir neðan segja tveir kennarar frá því hverju Pinterest hefur breytt í þeirra starfi.


Unnar Eiríksson segir frá hvernig Pinterest hefur breytt því hvernig hann finnur hugmyndir til að glæða áhuga nemenda á verkgreinakennslu.

Dagbjört Lína Kristjánsdóttir sýnir dæmi um það hvernig Pinterest nýtist með nemendum í fyrsta bekk.