Velkomin á Bara byrja

Ingileif Ástvaldsdóttir

Í hjólaferð með nemendum fram í Baugasel haustið 2017.

Velkomin á bloggið Bara byrja. Það varð til í janúar 2013 og hefur verið í þróun frá fyrstu færslu. Á því eru bloggfærslur þar sem ég miðla af reynslu minni og þekkingu á skólastjórnun og einnig af notkun upplýsingatækni í skólastarfi.

Ég skrifa líka pistla um annað sem ég hef ánægju af eins og matarstússi, handavinnu, hreyfingu utandyra svo sem hlaupum, gönguferðum og skíðaiðkun. Að auki skrái ég stundum eitthvað af ferðalögum og lestri fræðigreina og bóka.

Ég starfa sem aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og hluti af því starfi er að sinna verkefnastjórnun Menntafléttunnar ásamt því starfa ég sem sérfræðingur hjá Menntamálastofnun.

Ingileif Ástvaldsdóttir

Ef þú ert með ábendingar eða spurningar um Bara byrja er þér velkomið að senda línu með því að smella hérna eða að að smella á spjallhnappinn sem er neðst til hægri á hverri síðu á blogginu. 

About the blog and author.