Áhugi á íslensku skólakerfi dró hana til Íslands

Frá því í mars á þessu ári hefur þýski kennaraneminn Julia Klindworth búið á Íslandi og verið í starfsnámi í skóla á Akureyri. Ég hef verið svo heppin að kynnast henni og með þessu viðtali deilum við nokkru af því sem við höfum rætt á undanförnum vikum.

Við verðum að gera þetta saman: Samvinna um læsi

Auður Björgvinsdóttir

Gestur Hlaðvarps Bara byrja er að þessu sinni Auður Björgvinsdóttir sem um árabil hefur verið kennari við Álftanesskóla. Hún segir frá áhugaverðu verkefni sem hún, ásamt kennurum við skólann hafa unnið að í nokkur ár og miðar að því að fræða foreldra barna í fyrsta og þriðja bekk um lestrarkennslu og lestrarþjálfun með það að markmiði að auka þátttöku þeirra í lestrarnámi barnanna. Verkefnið varð svo rannsóknarefni hennar í meistaraverkefni hennar sem hún lauk frá Háskólanum á Akureyri árið 2017. Hérna er hægt að glugga í verkefnið hennar.

Í þættinum segir Auður okkur frá því hvernig verkefni sem einn skóli fóstraði og þróaði varð að rannsóknarefni og verður svo aðgengilegt öllum skólum til að bæta við eigin foreldrafræðslu um lestrarkennslu og þjálfun, sama hvaða lestrarkennsluaðferð skólinn styðst við. Hérna er hægt að nálgst það á Lestrarvef Menntamálastofnunar. Svo segir Auður okkur líka frá því hvað hún ætlar næst að taka sér fyrir hendur.

Hlusta á Spotify eða Apple Podcast.

Kennsla er jú mikilvægasta starfið

Ingvi Hrannar Ómarsson. Mynd fengin af vef Feykis

Í þessum þætti hlaðvarps Bara byrja spjalla ég við í Ingva Hrannari Ómarssyni kennara, kennsluráðgjaf og frumkvöðli með meiru segja frá því af hverju hann varð kennari, framhaldsnáminu í Stanford, mögulegum áhrifum Covid19 á skólastarf, verkefnum sumarsins, nýja starfinu hans og auðvitað bar Utís 2021 á góma.

Það er alltaf hvetjandi og skemmtilegt að hlusta á Ingva Hrannar segja frá verkefnum sínum og pælingum.

Ef þú fylgir Ingva Hrannari ekki á Twitter mæli ég með því að þú gerir það.

Hlusta á Spotify eða Apple Podcasts