Dagana 1.-5. júlí gengum við Halldór með góðum hópi um Strandir. Við hófum gönguna með því að sigla frá Ísafirði í Hrafnfjörð. Þaðan gengum við til Reykjarfjarðar um Skorarheiði í Furufjörð og þaðan um Svartaskarð til Reykjarfjarðar. Við gistum tvær nætur í Reykjarfirði og gengum svo í Ófeigsfjörð með tveimur gistingum á leiðinni. Aðra nóttina tjölduðum við í Meyjarseli í Bjarnarfirði og hina nóttina í Engjanesi við Eyvindarfjörð.
Það er fátt sem að mínu mati hleður batteríin jafn hratt og gönguferð á Ströndum.
Hérna er hlekkur á myndirnar sem við tókum í ferðinni.