Stælar og fiff í kynningum

bekkjarfundir

Mynd úr myndasafni mínu um bekkjarfundi. Tekin fyrir utan Húsabakkaskóla.

Á dögunum var ég með upprifjun á lykilatriðum bekkjarfunda fyrir kennarahóp sem ég hafði áður hitt með sama efni fyrir nokkrum árum. Í fórum mínum á ég glærusafn um bekkjarfundi sem rekur sig 12 ár aftur í tímann og ýkjulaust hef ég farið að minnsta kosti 100 sinnum í gegnum þessar glærur með mismunandi hópum. Þegar ég tók þessar glærur fram til að undirbúa mig fyrir upprifjunina með síðasta hóp notaði ég tækifærið til að poppa gamla power point safnið aðeins upp og notaði það sem ég hafði lært í haust af Zachary Walker, Anitu Chen og Jennie Magiera.

Halda áfram að lesa

Gagnvirkni í glærusýningum

Ég hef áður skrifað um mögluleika á gagnvirkni í kynningum, m.a. með Nearpod og með því að virkja spjallsvæðið á Google Sildes. Um daginn rakst ég á umfjöllun um viðbót við Google Slides sem heitir Poll Everywhere. Það borgar sig nefnilega stundum að þvælast um á Twitter og fylgjast með myllumerkjum sem eiga hugann hverju sinni. Þar sem ég hafði nýlega virkjað spjallsvæði í Google Slides sýningu fannst mér þetta áhugavert og hlóð viðbótinni niður og stofnaði mér ókeypis aðgang á vefsvæði Poll Everywhere.  Um leið og það hefur verið gert bætist flipi sem heitir Poll Everywhre við skipanaröðina efst þegar Google Slides er opnað. Til þess að setja könnun, spurningu eða annað sem viðbótin býður uppá þarf ekki annað en að smella á þennan flipa og velja hvað á að setja inn í glærusýninguna.

Svo virðist sem hægt sé að gera sér safn af spurningum og könnunum inni á vefsvæðinu hjá Poll Everywhere og geyma þær þar og sækja þær og setja inn í glærusýningar þegar hentar. Einnig er hægt að búa til nýjar spurningar sem henta hverju tilefni fyrir sig og þá að gera það beint úr Google Slides og setja inn í sýninguna.

Halda áfram að lesa