Rauða sáðfruman og fleiri fídusar

Á dögunum tók ég saman vinnustofu fyrir kennara og skólastjórnendur um möguleika G Suite í skólastarfi og hvernig það hefði nýst mér undanfarna mánuði.

Þegar ég var að útbúa glærurnar í Google Slides kom ég auga á að starfsmenn Google hafa ekki setið auðum höndum frá því ég notaði Slides síðast. Núna er bendill orðinn innbyggður í forritið og þegar búið er að virkja hann í glærusýningunni lítur hann út eins og lítil rauð sáðfruma sem ferðast um skjáinn og sýningartjaldið. Það vekur sannarlega athygli og kátínu sumra sem hlusta á kynninguna.

Bendillinn er virkjaður með því að færa mús tölvunnar neðst á skjáinn/glærusýninguna og þá birtist þar svört stika með litlu stjórnborði fyrir glærusýninguna. Í miðjunni eru nýjungarnar sem ég kom auga á um daginn.

 

Google Slides

Svarta stikan er neðst á glærunni nýjungarnar eru um það bil í miðjunni

FullSizeRender (6)

Möguleiki á gagnvirkni

Fyrsta nýjungin sem ég kom auga á var Q & A, næsta var Notes og sú þriðja er bendillinn. Þegar ég var búin að prófa að finna bendilinn þá var að smella á hina hnappana sem ég þekkti ekki.

  • Q & A: gefur fyrirlesara möguleika á búa til spjallsvæði um fyrirlesturinn/kynninguna. Á spjallsvæðinu er hægt að spyrja spurninga og svara þeim. Fyrirlesarinn getur einnig birt spurningar úr sal eða spurt salinn að einhverju. Þennan fídus er hægt að virkja á tvo vegu; í stikunni sem ég sýndi hérna að ofan eða með því að velja á fyrsta valmöguleikann þegar smellt er á „sýna“ efst í hægra horni glærusýningarinnar. Þá bætist grá stika inn á allar glærurnar með slóð inn á spjallsvæðið. Hægt er að stýra því hvenær „opnað“ er fyrir spjallsvæði með því að nýta svörtu stikuna neðst í glærusýningunni.
  • Notes:  Sýnir fyrirlesara glósurnar sem hann skráði við hverja glæru. Svo sem ekki nýjung en lítur út fyrir að vera aðgengilegra en í fyrri útgáfu Slides.

Á kynningunni fyrir skólstjórnendurna um daginn virkaði spjallsvæðið vel og við sáum fyrir okkur að þessi vísir að gagnvirkni gæti nýst með nemendum og einnig á fundum með starfsfólki og foreldrum.

Eins og flest hjá Google er þetta einfalt í notkun og það er notenda að sjá mögleikana til að nýta fídusana.

 

 

Um Ingileif

Starfa sem skólastjóri Þelamerkurskóla í Hörgársveit og hef ánægju af því að skrá samantektir og hugleiðingar um skólastarf, matarstúss og ferðalög.
Þessi færsla var birt í skólastjórnun, Starfsþróun og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s