Gagnvirkni í glærusýningum

Ég hef áður skrifað um mögluleika á gagnvirkni í kynningum, m.a. með Nearpod og með því að virkja spjallsvæðið á Google Sildes. Um daginn rakst ég á umfjöllun um viðbót við Google Slides sem heitir Poll Everywhere. Það borgar sig nefnilega stundum að þvælast um á Twitter og fylgjast með myllumerkjum sem eiga hugann hverju sinni. Þar sem ég hafði nýlega virkjað spjallsvæði í Google Slides sýningu fannst mér þetta áhugavert og hlóð viðbótinni niður og stofnaði mér ókeypis aðgang á vefsvæði Poll Everywhere.  Um leið og það hefur verið gert bætist flipi sem heitir Poll Everywhre við skipanaröðina efst þegar Google Slides er opnað. Til þess að setja könnun, spurningu eða annað sem viðbótin býður uppá þarf ekki annað en að smella á þennan flipa og velja hvað á að setja inn í glærusýninguna.

Svo virðist sem hægt sé að gera sér safn af spurningum og könnunum inni á vefsvæðinu hjá Poll Everywhere og geyma þær þar og sækja þær og setja inn í glærusýningar þegar hentar. Einnig er hægt að búa til nýjar spurningar sem henta hverju tilefni fyrir sig og þá að gera það beint úr Google Slides og setja inn í sýninguna.

Poll Everywhere

Hægt er að velja um sex möguleika á svörun

Eins og sést á myndinni hérna fyrir ofan er hægt að velja um sex mismunandi möguleika á því hvernig salurinn svara spurningum fyrirlesara:

  • velja einn af mörgum möguleikum,
  • svörin raðast í orðaský,
  • spurningu varpað fram og svarað,
  • færa og raða möguleikum,
  • smella á mynd sem á við svarið.
  • könnun, opnar spurningar/stutt textasvör

Screen Shot 2017-08-27 at 12.48.38Til að svara spurningunum þurfa þátttakendur að fara á netslóð (eða senda textaskilaboð sem mér tókst ekki). Netslóðin birtist á glærunni hjá spurningunni, þátttakendur svara og svörin safnast jafnóðum saman og birtast á skjánum hjá fyrirlesara og hann getur sýnt þátttakendum niðurstöðuna jafnóðum og hún verður til. Síðan er hægt að ræða efni spurningarinnar og/eða taka afstöðu eftir niðurstöðunum. Eða gera þetta bara til gamans til að vekja salinn eftir langar tölur.

Ég prófaði að svara spurningunum bæði í tölvu og á snjalltækjum. Það virkaði vel á báðum en aðeins snúnara í tölvunni því það þarf að nota músina til að svara. Tölva með snertiskjá virkaði líka vel.

Niðurstöðurnar safnast saman á eigin svæði á vefsvæði Poll Everywhere og þar er líka hægt að vinna frekar bæði með kannanasafnið sitt og niðurstöður.

Niðurstaða mín er því sú að Poll Everywhere er hagnýt og handhæg viðbót við Google Slides sem auðvelt er að læra á. Poll Everywhere eykur gagnvirkni fyrirlestra og kennslu almennt þar sem það býður til þátttöku þeirra sem hlusta og gefur möguleika á umræðum um viðbrögð þeirra og svör.

 

 

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.