Áhugi á íslensku skólakerfi dró hana til Íslands

Frá því í mars á þessu ári hefur þýski kennaraneminn Julia Klindworth búið á Íslandi og verið í starfsnámi í skóla á Akureyri. Ég hef verið svo heppin að kynnast henni og með þessu viðtali deilum við nokkru af því sem við höfum rætt á undanförnum vikum.

Starfsþróun sem styður við skóla framtíðar

Síðasti hluti Skólaþings Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram mánudaginn 21. mars 2022 með málstofunni Starfsþróun sem styður við skóla framtíðar.

Þar voru haldin fjögur erindi:

  • Starfsþróun með jafningjafræðslu sem hægt er að horfa á hérna fyrir neðan.
  • Allir í bátana – af starfendarannsóknum í Dalskóla – Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla.
  • Starfsþróunarvegabréf kennara – Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ
  • Framtíðarsýn um fjármögnun starfsþróunar – Björk Óttarsdóttir sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneytinu

Málstofuna í heild er hægt að horfa á hérna.

Starfsþróun í stóru og smáu: Hvorki í einrúmi né tómarúmi

Samband íslenskra sveitarfélaga boðaði til skólaþings síðast liðið haust. Vegna samkomutakmarkana þurfti að fresta því og að lokum varð það sett á vefinn og verður haldið á fimm mánudögum.

Fyrsti hluti þingsins var haldinn á síðasta mánudag (21. febrúar). Ég hélt þar erindi um starfsþróun sem ber heitið Starfsþróun í stóru og smáu: Hvorki í einrúmi né tómarúm.