Janúarsúpa

IMG_5286

Jannúarsúpan góða

Um þessar mundir eru margir að skoða hvað þeir láta ofan í sig og sumir eru alltaf í þeim pælingum. Ég er þar á meðal enda hef ég komist að því að ekki á allur matur vel við skrokkinn. Um síðustu helgi gerði ég grænmetissúpu sem er það sem kallað er í þessu húsi súpa „án alls“. Súpuna gerði ég úr grænmetinu sem til var til í ísskápnum og til að geta endurtekið leikinn fannst mér rétt að skrá hana hérna og jafnframt að leyfa öðrum að prófa. Og af því magnið er skráð eftir minni er auðvelt að þróa þessa uppskrift í hvaða átt sem hentar.

Súpan hefði dugað fyrir sex manns og af því við erum bara tvö í húsi þá á ég súpuskammta í fyrsti sem ég get tekið með mér í nesti.

  • 2 msk kókosolía
  • 1-2 tsk gott karrý
  • 5-6 stönglar af brokkolí, skornir í hæfilega bita
  • Hálf sæt kartafla, skorin í litla teninga
  • 5 gulrætur, skornar í bita
  • 1 laukur saxaður
  • 2 pressuð hvítlauksrif
  • 4-5 þurrkaðar chiliflögur
  • 2 vænar tsk af góðum grænmetiskrafti sem er án gers
  • 0,5 lítri vatn
  • 1 ds kókosmjólk
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Saxað ferskt kóriander til að dreifa ofan á súpuna þegar hún er borin fram

Hitið kókosolíuna í potti og hitið karrýið í olíunni. Mýkið svo grænmetið í olínunni og bætið hvítlauknum og chiliflögunum útí. Setjið svo vatnið og grænmetiskraftinn útí og látið sjóða í 10-15 mínútur. Bætið þá kókostmjólkinni útí, saltið og piprið að smekkt. Hitið að suðumörkum. Berið fram með söxuðum kóriander.

Þeir sem vilja geta sett súpuna í blandarann og maukað hana. Daginn sem ég eldaði súpuna borðaði ég hana með öllum bitunum en áður en ég frysti hana setti ég hana í blandarann. Hún er alls ekki verri þannig.

Verði ykkur að góðu.

Sagan af jólamáltíðinni og deilihagkerfinu

Ég hafði lofað sjálfri mér að vera ekkert að pæla í rafræna heiminum í jólafríinu, bara að nýta mér gæði hans. En á meðan ég undirbjó jólamáltíðina gat ég ekki annað en leitt hugann að því hve möguleikum okkar til margra hluta hefur fjölgað og hvernig þeir hafa breyst með tilkomu hans. Gott dæmi er að leiðum til að deila þekkingu og reynslu hefur fjölgað til muna.

Einn þessara möguleika eru allar uppskriftasíðurnar. Ef mér dettur í hug að búa eitthvað til í eldhúsinu eða hef spurningu um matargerð dettur mér oftast fyrst af öllu í hug að leita að uppskriftinni eða svarinu á netinu. Þannig var það á jóladag þegar til stóð að elda kalkún fjarri eigin eldhúsi og áhöldum. Ég hef oft áður eldað kalkún og gert það á mismunandi vegu og með misgóðum árangri en þegar til átti að taka mundi ég engan veginn hvað skipti máli. Ég mundi þó að síðast hafði ég farið eftir leiðbeiningum læknisins í eldhúsinu og árangurinn hafði verið góður. Við kalkúnauppskriftina hans er líka langur umræðuþráður þar sem fólk deilir hvert með öðru reynslu sinni af kalkúnaeldun. Ég renndi yfir það allt saman og valdi úr því sem mér leist best á og setti í samhengi við upprunalegu uppskrift læknisins og hvernig mig minnti að ég hefði gert þetta síðast. Úr þessu varð hin besta máltíð sem byggðist á eigin reynslu og minni mínu af kalkúnaeldun, skráningu læknisins og ráðleggingum félaga hans af blogginu.

Halda áfram að lesa

Smáskonsur

img_2261Þegar legið er í kvefpest verður að gera vel við sig og þess vegna prófaði ég að hræra í glútenlausar smáskonsur.

1 dl glútenlaust haframjöl

2dl All purpose baking flour frá Bobs Red mill

2 tsk lyftiduft

1 tsk Xanthan Gum frá Now

1 msk góð olía

1 -2 egg

Salt milli fingra

Mjólk þar til deigið er eins og þykkur grautur. Ég notaði afgang af haframjólk síðan litli Ívar Helgi var hérna um síðustu helgi.

Ég hitaði pönnu og setti á hana 1 msk af kókosolíu sem ég bætti svo í deigið. Hver skonsa er ein matskeið af deigi og steikt á pönnunni við vægan hita. Snúið við þegar skonsan er farin að þorna örlítið á hliðinni sem snýr upp.

Borið fram með hvaða áleggi sem er og líka hægt að nota þær í staðinn fyrir pönnukökur með beikoninu og egginu.

Verði ykkur að góðu.