Google í skráningu og dreifingu á hekli

IMG_6746

Ég hafði lofað saumaklúbbssystrum mínum að skrá niður hvernig ég heklaði grænmetis- og ávaxtapoka til að taka með í innkaupin svo ég geti fækkað plastpokum í notkun á heimilinu.

 

Þegar ég var að byrja á skráningunni fannst mér upplagt að gera það með Google verkfærunum svo að auðvelt væri að dreifa henni. Í miðju kafi ákvað ég að nýta þessa skráningu til að læra eitthvað meira á Google verkfærin en það sem ég þegar kann svo að ég gerði eftirfarandi:

  • Í stað hefðbundins Google Docs skjals notaði ég sniðmát úr Google Docs sem heitir fréttabréf (Newsletter Lively). Það er falleg uppsetning á fréttabréfi sem auðvelt er að fylla í með eigin texta og myndum. Kosturinn við þetta er að uppsetningin verður ekki formleg og „ferköntuð“ eins og ritgerð, hún er falleg og það var fljótlegt fyrir mig að setja inn eigin texta og myndir í stað þess að nota tímann til að finna út úr því hvernig ég vildi að þetta liti út. Með því að birta skráninguna í Google docs skjal er nýjasta útgáfa skjalsins alltaf aðgengileg í stað þess að þurfa að skipta út pdf-skjali ef eitthvað breytist eða þarf að leiðrétta.
  • Þegar ég hafði lokið við skráninguna þá valdi ég að deila henni með því að birta hana á vefnum í stað þess að dreifa hlekk á hefðbundinn hátt. Með þessu móti mun skjalið líta út eins og vefsíða þegar smellt er á hlekkinn sem dreift verður. Á sínum tíma lærði ég þetta trix með myndbandi á You Tube eins og því sem er hérna fyrir neðan.

Halda áfram að lesa

Google fyrir skráningu og miðlun

_76118263_photo

Ég þreytist seint á því að segja að tölvur og ný tækni gefi okkur fleiri tækifæri en áður til skráningar og miðlunar. Nýlega æfði ég mig vel í að nota verkfæri Google til að skrá og síðar að miðla til annarra námsferð og lærdómi af henni. Það var auðveldara en mig grunaði að nota þessi verkfæri. Það var auðvelt af því það sparaði tíma bæði á meðan á skráningu stóð og í eftirvinnslu upplýsinganna sem urðu til í ferðinni. Síðast en ekki síst er auðvelt að miðla lærdómnum þegar búið er að taka hann saman. Í æfingunni var notast við Google Drive, Google Photos, Google Docs, Google Sites og Google Drawings.

Halda áfram að lesa

Elska enn QR kóða og líka Google

Á menntabúðum #Eymenntar í Brekkuskóla um daginn var Stella deildarstjóri í Brekkuskóla með menntabúð þar sem hún sýndi hvernig hún býr til hljóðskrár með textum úr könnunum og lesskilningi þannig að nemendur geti unnið sjálfstætt að þessum verkefnum. Hún sagðist vista skrárnar á Sound Cloud og dreifði hlekknum að skránum til nemenda með Qr-kóðum. Ég komst því miður ekki á menntabúðina hennar því ég var sjálf með eina á sama tíma svo ég veit ekki almennilega hvernig hún gerir þetta. En hugmyndin var komin á sinn stað í kollinum og ég vissi að hún kæmi einhvern tímann að góðum notum. Þannig eru nefnilega menntabúðir!

Um þessar mundir svara nemendur könnunum frá Rannsókn og greiningu. Nemendur 5. og 6. bekkjar svara 50 spurninga lista á 18 blaðsíðum. Nokkrir í okkar skóla ráða ekki fyllilega við að lesa svo mikinn texta á þeim tíma sem gefinn er til verksins. Þá mundi ég eftir hugmyndinni hennar Stellu. Þar sem ég hafði ekki hlustað á hana varð ég að finna mér leið til að koma þessari góðu hugmynd í framkvæmd.

Halda áfram að lesa