Elska enn QR kóða og líka Google

Á menntabúðum #Eymenntar í Brekkuskóla um daginn var Stella deildarstjóri í Brekkuskóla með menntabúð þar sem hún sýndi hvernig hún býr til hljóðskrár með textum úr könnunum og lesskilningi þannig að nemendur geti unnið sjálfstætt að þessum verkefnum. Hún sagðist vista skrárnar á Sound Cloud og dreifði hlekknum að skránum til nemenda með Qr-kóðum. Ég komst því miður ekki á menntabúðina hennar því ég var sjálf með eina á sama tíma svo ég veit ekki almennilega hvernig hún gerir þetta. En hugmyndin var komin á sinn stað í kollinum og ég vissi að hún kæmi einhvern tímann að góðum notum. Þannig eru nefnilega menntabúðir!

Um þessar mundir svara nemendur könnunum frá Rannsókn og greiningu. Nemendur 5. og 6. bekkjar svara 50 spurninga lista á 18 blaðsíðum. Nokkrir í okkar skóla ráða ekki fyllilega við að lesa svo mikinn texta á þeim tíma sem gefinn er til verksins. Þá mundi ég eftir hugmyndinni hennar Stellu. Þar sem ég hafði ekki hlustað á hana varð ég að finna mér leið til að koma þessari góðu hugmynd í framkvæmd.

Halda áfram að lesa

Elska qr kóða (og símann minn)!

Ég hafði keypt bæklinga í Danmörku í haust með alls konar hugmyndum til að perla. Í skólanum erum við að undirbúa jólamarkað og það vantaði hugmyndir að jólaperli fyrir nemendur. Í þessum bæklingum voru margar góðar hugmyndir og þá þurfti að koma þeim úr bókinni og á pappír svo nemendur gætu valið sér myndir til að fara eftir. Hefðbundna leiðin:

 • Er að skanna þær í ljósritunarvélinni
 • Prenta út í litaprentaranum
 • Plasta í plöstunarvélinni
 • Skera niður í skurðarhnífnum
 • Dreifa til nemenda
 • Passa uppá að týna ekki myndunum

Nýja leiðin sem mér hugkvæmdist í morgun var að nota símann minn:

 • Nota Office Lens appið í símanum til að taka myndir af blaðsíðunum í bæklingnum
 • Búa til albúm á Google Photos með myndunum af blaðsíðunum
 • Gera qr kóða með slóðinni inn á albúmið
 • Dreifa qr kóðunum til nemenda

Kostir nýju leiðarinnar umfram þá hefðbundnu:

 • Sparar mér tíma
 • Sparar pappír
 • Sparar blek í prentaranum
 • Sparar plastið í plöstunarvélinni
 • Minni hætta á að „allt týnist og dreifist um allan skóla“
 • Nemendur nota Ipada skólans til að komast inn á myndirnar og geta stækkað þær eftir þörfum á meðan þeir perla

Kóðinn góði!

Já, hvernig er hægt að elska ekki qr kóða? Eða símann sinn?

Ps. svo varð þessi til eftir að hafa safnað saman hugmyndum á Pinterrest og gert kóða líka á þá slóð. Og hver elskar ekki Pinterrest?

qrcode-37660925

Safn af jólaperli á Pinterrest