
Á milli hátíðanna sátum við hjón yfir kennsluskipulagi næstu annar. Bæði vorum við að skoða skipulag námskeiða sem áður höfðu verið kennd en ekki með þeim fjölda nemenda sem skráður er á komandi önn. Því til viðbótar er ljóst að námið mun að mestum hluta fara fram á netinu. Þegar þannig háttar er óhjákvæmilegt að þurfa að fara vel yfir skipulag námskeiðanna og kanna hvernig það hentar þessum aðstæðum, m.a. verkefnin sem nemendum er ætlað að vinna. Í báðum námskeiðunum sem við vorum að skoða hafði nemendum áður verið sett fyrir að halda lestrardagbækur sem kennari las yfir og gaf einkunnir og umsagnir fyrir. Okkur þótti báðum ástæða til að endurskoða það fyrirkomulag; bæði vegna fjölda nemenda og einnig vegna þess að það eru einstaklingsverkefni og þegar um netnám er að ræða er það trú okkar að fækka þurfi einstaklingsverkefnum eins og kostur er.
Halda áfram að lesa