Fjölbreytni og fjöldi tækja skipta máli

Annar þáttur Bara byrja hlaðvarps er viðtal við Hans Rúnar Snorrason kennara í upplýsingatækni við Hrafnagilsskóla. Í viðtalinu ræddum við um breytingarnar sem hafa orðið í tækni og tækjakosti skólanna frá því að Hans Rúnar hóf kennslu. Við ræddum einnig um hvað það er sem heldur Hans Rúnari við efnið í starfsþróun. Hans Rúnar fylgist vel með þróuninni, bæði í tækninni og hvernig hún nýtist í kennslunni svo það er vel þess virði að gefa sér tíma til að hlusta á hann segja frá starfi sínu og ígrundaðrar afstöðu til notkunar á tækninni í skólanum.

Hans Rúnar miðlar starfsþróun sinni á blogginu sínu http://hansrunar.krummi.is/ og líka á Twitter @hansrunar

Hlusta á Spotify eða Apple Podcasts.

Góða skemmtun.

Við keyrum yfir Ísland – samþætting námsgreina

Íslandskortið fallega

Á dögunum rakst ég á mynd á Facebook af Íslandskorti. Kortið vakti athygli mína vegna þess að það þakti heilan vegg. Ég vissi líka að þarna væri eitthvað áhugavert á ferðinni af því að myndinni var deilt af kennara sem ég veit að er hugmyndaríkur í verkefnavali fyrir nemendur sína. Ég hafði samband við þennan kennara. Hún ásamt samstarfskonu sinni féllust á að koma í fyrsta viðtalið á Bara byrja hlaðvarpi og að leyfa mér líka að tala við nemendur þeirra um verkefnið. Þessar samstarfskonur eru Berglind Hauksdóttir og Anna Rósa Friðriksdóttir. Þær starfa saman sem umsjónarkennarar nemenda í 8.-10. bekk Þelamerkurskóla og af starfsreynslu minni með þeim veit ég að þær hafa nokkuð oft farið ótroðnar slóðir og út fyrir eigin þægindaramma í verkefnavinnu nemenda. Þetta verkefni er sannarlega engin undantekning frá því.

Í þessu fyrsta þætti Bara byrja vefvarps lýsa Berglind og Anna Rósa verkefninu og nemendur segja frá reynslu sinni. Í verkefninu eru námsgreinar samþættar og nemendur nota margs konar aðferðir við vinnslu þess og afraksturinn er í myndböndum, kynningum, texta og glærum. Það er eftirtektarvert hve fjölbreytt verkefnin eru og einnig verkfærin sem nemendur nýttu til að vinna þau. Notast var við mörg verkfæra Google, Imovie og smáforritið HP-Reveal.

Í þættinum benda Berglind og Anna Rósa á skjöl með verkefnalýsingu og matskvörðum. Þær voru svo vinsamlegar að deila þeim með hlustendum.

Hérna er verkefnalýsingin og hérna eru matskvarðarnir.

Hlusta á Spotify eða Apple Podcasts.

Google í skráningu og dreifingu á hekli

IMG_6746

Ég hafði lofað saumaklúbbssystrum mínum að skrá niður hvernig ég heklaði grænmetis- og ávaxtapoka til að taka með í innkaupin svo ég geti fækkað plastpokum í notkun á heimilinu.

 

Þegar ég var að byrja á skráningunni fannst mér upplagt að gera það með Google verkfærunum svo að auðvelt væri að dreifa henni. Í miðju kafi ákvað ég að nýta þessa skráningu til að læra eitthvað meira á Google verkfærin en það sem ég þegar kann svo að ég gerði eftirfarandi:

  • Í stað hefðbundins Google Docs skjals notaði ég sniðmát úr Google Docs sem heitir fréttabréf (Newsletter Lively). Það er falleg uppsetning á fréttabréfi sem auðvelt er að fylla í með eigin texta og myndum. Kosturinn við þetta er að uppsetningin verður ekki formleg og „ferköntuð“ eins og ritgerð, hún er falleg og það var fljótlegt fyrir mig að setja inn eigin texta og myndir í stað þess að nota tímann til að finna út úr því hvernig ég vildi að þetta liti út. Með því að birta skráninguna í Google docs skjal er nýjasta útgáfa skjalsins alltaf aðgengileg í stað þess að þurfa að skipta út pdf-skjali ef eitthvað breytist eða þarf að leiðrétta.
  • Þegar ég hafði lokið við skráninguna þá valdi ég að deila henni með því að birta hana á vefnum í stað þess að dreifa hlekk á hefðbundinn hátt. Með þessu móti mun skjalið líta út eins og vefsíða þegar smellt er á hlekkinn sem dreift verður. Á sínum tíma lærði ég þetta trix með myndbandi á You Tube eins og því sem er hérna fyrir neðan.

Halda áfram að lesa