Myndbanda-fréttabréf nemenda

Lilja Bára segir frá í Brekkuskóla

Í gær, mánudaginn 3. febrúar, hélt samstarfsnetið #Eymennt þriðju menntabúðir skólaársins. Þær voru haldnar í Brekkuskóla. Að venju voru margar áhugaverðar menntabúðir í boði. Á einni þeirra kynnti Lilja Bára Kristjánsdóttir umsjónarkennari í Dalvikurskóla hvernig hún vinnur myndbanda-fréttabréf til foreldra. Hún sagði að kveikjan að þessu verkefni hefði verið að hún hefði orðið vör við að ekki allir foreldrar læsu ftéttabréfin sem hún sendi þeim vikulega í tölvupósti.

Lilja Bára og bekkurinn hennar hafa gert myndbandsfréttabréf þrisvar sinnum í vetur; í nóvember, desember og janúar. Í samtali eftir kynninguna þá kom fram að sennilega væri líka hægt að þreytast á því að horfa á 5-7 mínútna myndbönd eins og að lesa vikulega tölvupósta.

Lilja Bára sagði frá því að hún og nemendur byrja á því að gera lista yfir fréttir sem þau vilja flytja af bekkjarstarfinu. Síðan velja nemendur sér fréttir til að vinna að. Áður en farið er í upptökur gera hóparnir handrit að fréttinni. Þegar upptökum er lokið er allar fréttirnar settar saman í eitt myndband með Clips. Myndbandið er síðan vistað á YouTube rás skólans. Geymsla myndbandsins er stillt þannig að aðeins þeir sem hafa hlekkinn geta skoðað myndbandið og ekki er hægt að finna það með leitarvélum. Þannig er farið eftir persónuverndarlöggjöfinni.

Lilja Bára sýndi brotu úr öllum fréttabréfinum og benti á að nemendum hefði mikið farið fram í að vera skýrmælt og búa til hnitmiðaðar „senur“ ásamt því að nýta sér meira texta og annað sem Clips býður uppá.

Aðspurð sagði Lilja Bára að hún hefði sent tölvupóst til foreldra þar sem hún hefð ibeðið um viðbrögð við fréttabréfunum. Hún sagðist bara hafa fengið jákvæð og hvetjandi viðbrögð.

Þetta dæmi sýnir hvernig tæknin bætir við leiðum fyrir skólastarfið til að þjálfa nemendur í að miðla þekkingu sinni og einnig hvernig tæknin aðstoðar við að miðla fréttum af jákvæðu skólastarfi.

Takk aftur #Eymennt.

Næstu menntabúðir Eymenntar verða haldnar 14. mars og þá sjá Dalvíkurskóli og Grunnskóli Fjallabyggðar um að setja dagskrána saman, halda utan um skráningu og græja veitingarnar.

Útivera, framfarir og gleði

 

Myndbandið er gert í Google Photos appinu

1. Skíðaskóli Þelamerkurskóla

Undanfarna fjóra vetur hefur Þelamerkurskóli boðið nemendum í 1. – 4. bekk upp á skíðakennslu í Hlíðarfjalli, þeim að kostnaðarlausu. Um er að ræða kennslu í 90 mínútur í senn í þrjá til fjóra daga í röð. Um kennsluna sjá skíðakennarar úr Skíðaskóla Hlíðarfjalls en sveitarfélagið stendur straum af kostnaðinum.

Skíðaskóli Þelamerkurskóla er samstarfsverkefni Foreldrafélags Þelamerkurskóla og skólans. Fyrir verkefnið fékk skólinn Foreldraverðlaun Heimilis og skóla árið 2017-2018. Aðkoma foreldra að Skíðaskólanum er þannig að þeir aðstoða starfsmenn skólans við að taka á móti börnunum þegar þau koma í Hlíðarfjall og einnig áður en haldið er heim. Það er nokkuð verk að koma tæplega 30 börnum hratt og örugglega í skíðabúnaðinn til þess að sem mest verði úr tímanum í skíðabrekkunum.

Skíðaskóli ÞMS er eitt af verkefnum útiskóla Þelamerkurskóla. Útiskólanum er skipt í þrjú þemu. Þau eru, útiskóli sem hluti af námsgreinum, grenndarkennsla og hreyfing er afþreying. Innan hvers þema eru nokkur verkefni sem eru fastir liðir í starfi skólans.

Útivera, framfarir og gleði

Skíðaskóli ÞMS varð til vegna þess að starfsmenn Þelamerkurskóla höfðu tekið eftir því að þeim nemendum fækkaði á milli ára sem voru vanir því að fara á skíði. Það hafði í för með sér að þeir höfðu litla ánægju af árlegum skíðadegi skólans í Hlíðarfjalli. Skíðaskólanum er líka, eins og fleiri verkefnum í þemanu hreyfing er afþreying ætlað að kynna markvisst fyrir nemendum möguleika á að nýta sér hreyfingu sem afþreyingu.

Markmið Skíðaskóla ÞMS eru:

  • Að auka færni nemenda á skíðum svo þeir hafi meiri ánægju af árlegum skíðadegi skólans í Hlíðarfjalli,
  • Að í framtíðinni hafi fleiri nemendur möguleika á að stunda skíði sér til ánægju og heilsubótar.

Halda áfram að lesa

Ekki bara bé-in 4

Á haustin er hefð fyrir því að kalla foreldra til funda í skólunum og kynna fyrir þeim vetrarstarfið. Fundirnir hafa gjarnan verið á kvöldin og krydduð með fræðsluerindum sem varða uppeldi og menntun. Mæting hefur verið misjöfn á þessa fundi; foreldrar yngstu barnanna hafa oftast verið áhugasamastir og svo hefur fækkað í foreldrahópnum eftir því sem nemendur verða eldri. Flestir skólar hafa reynt að setja kynningarnar í nýja búninga sem höfða til foreldra og fundið nýjar tímasetningar sem henta uppteknum barnafjölskyldum.

Ég hef áður skrifað um það hvernig grunnskólalög og aðalnámskrá fjalla um skyldur skólans í að hafa frumkvæði til að virkja hlutdeild og og þátttöku foreldra í námi barna sinna.

Á kennarafundi í Þelamerkurskóla um daginn var námsefniskynning haustsins til umræðu. Þá benti einn kennarinn á að honum fyndist skemmtilegast að vera boðaður í skólann þegar hann gæti hitt börnin sín í skólanum og séð þau að störfum. Annar bætti við að það væri kannski tímabært að bjóða foreldrum í skólann og fá nemendur til að kynna fyrir þeim hvernig tölvur og tækni væru nýtt í námi barnanna: Þetta er löngu hætt að vera bara bé-in fjögur; barn, bók, blýantur og borð. En þannig þekkja flestir foreldrar skólastarf af eigin reynslu.

Halda áfram að lesa