Ekki bara bé-in 4

Á haustin er hefð fyrir því að kalla foreldra til funda í skólunum og kynna fyrir þeim vetrarstarfið. Fundirnir hafa gjarnan verið á kvöldin og krydduð með fræðsluerindum sem varða uppeldi og menntun. Mæting hefur verið misjöfn á þessa fundi; foreldrar yngstu barnanna hafa oftast verið áhugasamastir og svo hefur fækkað í foreldrahópnum eftir því sem nemendur verða eldri. Flestir skólar hafa reynt að setja kynningarnar í nýja búninga sem höfða til foreldra og fundið nýjar tímasetningar sem henta uppteknum barnafjölskyldum.

Ég hef áður skrifað um það hvernig grunnskólalög og aðalnámskrá fjalla um skyldur skólans í að hafa frumkvæði til að virkja hlutdeild og og þátttöku foreldra í námi barna sinna.

Á kennarafundi í Þelamerkurskóla um daginn var námsefniskynning haustsins til umræðu. Þá benti einn kennarinn á að honum fyndist skemmtilegast að vera boðaður í skólann þegar hann gæti hitt börnin sín í skólanum og séð þau að störfum. Annar bætti við að það væri kannski tímabært að bjóða foreldrum í skólann og fá nemendur til að kynna fyrir þeim hvernig tölvur og tækni væru nýtt í námi barnanna: Þetta er löngu hætt að vera bara bé-in fjögur; barn, bók, blýantur og borð. En þannig þekkja flestir foreldrar skólastarf af eigin reynslu.

Halda áfram að lesa

Foreldrafundir

Fimmti kafli grunnskólalaga fjallar um hlutverk foreldra í skólagöngu barna sinna. Þar eru tíunduð réttindi og skyldur bæði foreldra og skóla um þetta samstarf. Í kaflanum segir að foreldrar:

  • skulu gæta hagsmuna barna sinna,
  • að þeir eigi rétt á upplýsingum um skólastarfið og skólagöngu barna sinna,
  • þeim sé skylt að veita grunnskóla upplýsingar um barn sitt sem eru nauðsynlegar fyrir skólastarfið og velferð barnsins
  • skulu hafa samráð við skólann um skólagöngu barna sinna, fylgjast með og styðja við skólagöngu þeirra og námsframvindu og stuðla að því að börnin mæti úthvíld í skólann og fylgi skólareglum
  • skulu fá tækifæri til að taka þátt í námi barnsins, svo og í skólastarfinu almennt

Sjöundi kafli aðalnámskrár hnykkir svo á skyldum skólans í samstarfi heimila og skóla því þar segir að forsenda þess að foreldrar geti axlað þessar skyldur sé virk hlutdeild þeirra og þátttaka í námi barnanna.

adalsnamskra-grunnskola-3-utg-2016-pdf

Halda áfram að lesa