Starfsþróun sem styður við skóla framtíðar

Síðasti hluti Skólaþings Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram mánudaginn 21. mars 2022 með málstofunni Starfsþróun sem styður við skóla framtíðar.

Þar voru haldin fjögur erindi:

  • Starfsþróun með jafningjafræðslu sem hægt er að horfa á hérna fyrir neðan.
  • Allir í bátana – af starfendarannsóknum í Dalskóla – Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla.
  • Starfsþróunarvegabréf kennara – Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ
  • Framtíðarsýn um fjármögnun starfsþróunar – Björk Óttarsdóttir sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneytinu

Málstofuna í heild er hægt að horfa á hérna.

Myndbanda-fréttabréf nemenda

Lilja Bára segir frá í Brekkuskóla

Í gær, mánudaginn 3. febrúar, hélt samstarfsnetið #Eymennt þriðju menntabúðir skólaársins. Þær voru haldnar í Brekkuskóla. Að venju voru margar áhugaverðar menntabúðir í boði. Á einni þeirra kynnti Lilja Bára Kristjánsdóttir umsjónarkennari í Dalvikurskóla hvernig hún vinnur myndbanda-fréttabréf til foreldra. Hún sagði að kveikjan að þessu verkefni hefði verið að hún hefði orðið vör við að ekki allir foreldrar læsu ftéttabréfin sem hún sendi þeim vikulega í tölvupósti.

Lilja Bára og bekkurinn hennar hafa gert myndbandsfréttabréf þrisvar sinnum í vetur; í nóvember, desember og janúar. Í samtali eftir kynninguna þá kom fram að sennilega væri líka hægt að þreytast á því að horfa á 5-7 mínútna myndbönd eins og að lesa vikulega tölvupósta.

Lilja Bára sagði frá því að hún og nemendur byrja á því að gera lista yfir fréttir sem þau vilja flytja af bekkjarstarfinu. Síðan velja nemendur sér fréttir til að vinna að. Áður en farið er í upptökur gera hóparnir handrit að fréttinni. Þegar upptökum er lokið er allar fréttirnar settar saman í eitt myndband með Clips. Myndbandið er síðan vistað á YouTube rás skólans. Geymsla myndbandsins er stillt þannig að aðeins þeir sem hafa hlekkinn geta skoðað myndbandið og ekki er hægt að finna það með leitarvélum. Þannig er farið eftir persónuverndarlöggjöfinni.

Lilja Bára sýndi brotu úr öllum fréttabréfinum og benti á að nemendum hefði mikið farið fram í að vera skýrmælt og búa til hnitmiðaðar „senur“ ásamt því að nýta sér meira texta og annað sem Clips býður uppá.

Aðspurð sagði Lilja Bára að hún hefði sent tölvupóst til foreldra þar sem hún hefð ibeðið um viðbrögð við fréttabréfunum. Hún sagðist bara hafa fengið jákvæð og hvetjandi viðbrögð.

Þetta dæmi sýnir hvernig tæknin bætir við leiðum fyrir skólastarfið til að þjálfa nemendur í að miðla þekkingu sinni og einnig hvernig tæknin aðstoðar við að miðla fréttum af jákvæðu skólastarfi.

Takk aftur #Eymennt.

Næstu menntabúðir Eymenntar verða haldnar 14. mars og þá sjá Dalvíkurskóli og Grunnskóli Fjallabyggðar um að setja dagskrána saman, halda utan um skráningu og græja veitingarnar.

Hagnýt og nærandi fræðsla á menntabúðum #Eymennt

Í gær voru menntabúðir #Eymennt haldnar í fimmta sinn í vetur. Að þessu sinni voru þær haldnar í Þelamerkurskóla. Að vanda var dagskráin fjölbreytt. Það var hægt að kynnast:

Ég náði að fara á menntabúð í báðum lotum. Í þeirri fyrri fór ég til Bergmanns Guðmundssonar verkefnisstjóra í Giljaskóla og rifjaði upp og bætti við mig nokkrum Google viðbótum og kynntist tengslakönnunarvefnum Sometics. Einnig sýndi hann okkur vefsíðu sem hann hefur gert í Google Sites og inniheldur öll Orðarúnar prófin. Prófin hefur hann sett upp í Google Forms og bætt svarlykli við þannig að um leið og nemendur hafa svarað könnuninni er búið að vinna úr henni. Þetta framtak Bergmanns sparar kennurum bæði tíma og fyrirhöfn við að leggja prófin fyrir og að vinna úr þeim. Svo ekki sé minnst á pappírssparnaðinn.

Halda áfram að lesa