Tvær snjallar

Nýlega birtu tvær snjallar konur, Fjóla Þorvaldsdóttir og Helena Sigurðardóttir, meistaraverkefni sín á vefnum. Verkefnin eiga það sameiginlegt að fjalla um upplýsingatækni í skólastarfi. Annað þeirra er vefurinn Fikt eftir Fjólu og hinn er Snjallvefjan eftir Helenu.

Halda áfram að lesa

Miðlun reynslu

Ég fylgist með bloggi sem heitir Connected Principals og á dögunum var þar verið að fjalla um hvernig skólastjórnendur gætu miðlað reynslu sinni og þekkingu með því að blogga um starf sitt. Þar rak ég augun í setninguna:

You think you have nothing to say but you have a story to tell!

recite-4cirz7

Þessi setning hefur minnt á sig að undanförnu þar sem ég hef fylgst með stjórnendum reyna sig á því að tísta saman á ESHA ráðstefnunni og einnig á meðan ég hlustaði á fyrirlesara á málstofum ráðstefnunnar hvetja þátttakendur til að segja frá öllu því góða sem um er að vera í skólastarfi og hvernig kennarar og skólastjórnendur læra daglega af starfi sínu. Þannig fræðast aðrir um starfið og þeir sem skrá og miðla, ígrunda starf sitt með því að koma því í orð og deila ígrundun sinni. Og til viðbótar megi segja að starfsþróun stéttarinnar breiðist hraðar út en hún hefur nokkurn tímann haft möguleika á að gera vegna þess að einnig er hægt að miðla lærdómi sínum í starfi með því að segja frá honum í sérstökum hópum á Facebook eða tísta um einstök hugðarefni í starfinu og fylgjast líka með öðrum á Twitter í svipuðum pælingum.

Halda áfram að lesa

Yfirlit ársins 2015

Word Press gengið hefur tekið saman yfirlit yfir bloggið og virkni þess. Ljóst er að handavinna og eldhússtúss hafa yfirhöndina. Ég hafði lagt mig sérstaklega fram um að skrifa pistla um starf mitt á þessu ári. Aðeins einn af þeim kemst á blað, enda minni markhópur heldur en sá sem hefur áhuga á prjónaskap, hekli og eldamennsku. Það sem gleður í samantekt Word Press er fjölgun heimsókna frá byrjun bloggsins frá því það var stofnað fyrir þremur árum: Fyrsta árið var litið 3439 sinnum  þangað inn, annað árið 8997 sinnum og þriðja árið (2015) 13.648 sinnum; eða eins og Word Press orðar það, fimm sinum uppselt inn í Óperuhúsið í Sidney!

Markmið næsta árs er að halda áfram að skrifa inn á bloggið, bæði um starf mitt og öll hin áhugamálin.

Here’s an excerpt:

The concert hall at the Sydney Opera House holds 2,700 people. This blog was viewed about 14,000 times in 2015. If it were a concert at Sydney Opera House, it would take about 5 sold-out performances for that many people to see it.

Smelltu hérna til að skoða yfirlitið í heild sinni.