Rafræn fréttabréf

Skólar og stofnanir sem vilja miðla starfi sínu og koma upplýsingum á framfæri hafa núorðið fleiri leiðir til þess en áður. Ein þeirra er að senda út fréttabréf á rafrænan hátt og innan þeirrar leiðar eru enn fleiri möguleikar. Ég hef nýtt mér fjórar leiðir til að senda rafræn fréttabréf:

download

Það er vandi að velja sér miðil sem bæði þjónar því sem á að miðla og viðtakendum.

 

  1. Tackk sem var vefkerfi þar sem hægt var að búa til fréttabréf, tilkynningar og auglýsingar á einfaldan og smekklegan hátt. Það góða við Tackk-ið var að neðan við það var hægt að hafa spjallþræði um efni Tackk-sins. Tackk er því miður ekki lengur aðgengilegt því það er orðið gjaldþrota. Hugmyndin var góð og vona ég að hún verði endurvakin.
  2. Google Sites er vel hægt að nýta til að búa til fréttabréf með því að búa til síðu með engum undirsíðum og dreifa hlekk hennar í gegnum eigið tölvupóstkerfi og í gegnum aðra miðla. Google Sites er ókeypis og einfalt í notkun og lítur vel út í öllum tækjum, á tölvuskjám, símum og töflum. Nýjasti fídusinn gerir það einfaldara og fallegra en áður að setja inn hlekki af öðrum síðum og miðlum þannig að þeir birtast á Google Síðunni eins og þær líta út í sínu upprunalega kerfi. Það kemur t.d. vel út ef í fréttabréfinu á að vekja athygli á frétt af heimasíðu skólans. Google Sites er líka auðvelt að nota til að auglýsa og halda utan um upplýsingar á viðburði. Sjá t.d. þessa Google Sites síðu um vinnustofu Google í Þelamerkurskóla.
  3. Mad Mimi er vefkerfi þar sem auðvelt er að búa til, dreifa í tölvupósti og fylgjast með fréttabréfum og auglýsingum. Það er bæði hægt að vera með ókeypis og keyptan aðgang. Mér hefur dugað í gegnum tíðina að vera með ókeypis aðganginn. Takmarkanirnar liggja í hve margar myndir er hægt að vista á vinnusvæðinu og hve mörgum er hægt að senda bréfin í gegnum vefkerfið með tölvupósti.
  4. Smore er það sem ég nota mest um þessar mundir. Það er einfalt að búa til, miðla og það virkar vel með t.d. Google Forms (fyrir t.d. skráningar á viðburði). Og fyrir þá sem það vilja að fylgjast með lesningu fréttabréfanna. Umfram allt finnst mér það fallegt og það lítur vel út í öllum tækjum. Það er bæði hægt að vera með frían aðgang og keyptan aðgang. Helsti munurinn liggur í fjölda bakgrunna á fréttabréfið og fjölda þeirra sem hægt er að senda fréttabréfið með tölvupósti í gegnum vefkerfið. Smore er með sérstakan skólaaðgang sem gefur möguleika á að gefa fleirum en einum aðgang að sama svæði, þannig að fleiri en einn geta nýtt sömu áskrift. Smore er líka hægt að nota til að halda utan um upplýsingar og gögn vegna eins viðburðar. Ég hef sagt frá því í pistli sem heitir Auglýsingasnepill verður vefsvæði.

Halda áfram að lesa

Auglýsingasnepill verður vefsvæði

maelingar

Fyrir nokkru tók ég þátt í því að undirbúa ráðstefnuna Vegur til farsældar? Mat og mælingar á árangri skólastarfs. Þar sem nokkrar stofnanir komu að skipulaginu þótti vænlegt að finna leið til að búa til eina auglýsingu sem allar stofnanirnar gætu dreift á miðlum sínum og að án lítillar fyrirhafnar væri hægt að uppfæra auglýsinguna jafnóðum og upplýsingar um ráðstefnuna bærust undirbúningshópnum.

Þar sem ég hef kynnst Smore nokkuð vel til að búa til rafrænar auglýsingar stakk ég uppá því að hópurinn nýtti sér það kerfi. Það er skemmst frá því að segja að eftir því sem á undirbúninginn leið þróaðist litli rafræni snepillinn sem átti að vera auglýsing, yfir í að verða vefsvæði ráðstefnunnar með því að nýta með honum það sem Google Drive, Twitter og bein útsending hafa uppá að bjóða:

  • Upplýsingaskjöl ráðstefnunnar voru vistuð á Google Drive og hlekkjuð inn á auglýsinguna.
  • Skráning ráðstefnunnar fór fram í gegnum Google Forms og hlekkjað inn á hnapp á auglýsingunni.
  • Spurningar til umræðna í hópunum voru settar upp í Google Forms og hlekkjaðar inn á auglýsinguna. Skráningar hópanna voru svo gerðar öllum aðgengilegar að lokinni ráðstefnunni.
  • Búið var til myllumerki fyrir ráðstefnuna til að auðvelda fólki að tísta glósum sínum eða leggja fram spurningar til umræðu. Eftir ráðstefnuna var þeim safnað saman í eina „sögu„.
  • Ráðstefnunni var streymt í gegnum netið og upptakan síðan gerð aðgengileg á vefsvæði að henni lokinni.

Halda áfram að lesa