Deila verkefnum inn í hópherbergi í netkennslu

Í netkennslu nýta kennarar hópherbergi (e. breakout rooms) fyrir hópaumræður. Þá vaknar spurningin hvernig eigi að deila verkefnum eða fyrirmælum til nemenda þannig að verkefnin fylgi þeim inn í hópherbergin.

Í kennslunni í vetur hef ég að mestu nýtt Google slides og Zoom. Ég hef notað tvær leiðir til að deila fyrirmælum með nemendum sem þau segja að nýtist vel.

Dæmi um glæru með hópaverkefni frá því í kennslustund í gær.

1. Ég geri glærusýningu sem inniheldur bara glæruna með fyrirmælunum og deili slóðinni svo í spjallinu á Zoom þá geta nemendur opnað slóðina og séð glæruna með verkefninu og fyrirmælum þess. Ég hef slóðina í minnispunktum fyrirlesara svo ég sé fljót að sækja hana og deila til nemenda. Það er líka hægt að hlaða glærunni með fyrirmælunum niður sem ljósmynd og deila þeirri skrá með nemendum. Mér finnst það aðeins seinlegri leið.

2. Ég set líka Qr kóða á slóðina inn á glæruna sem nemendur sjá á meðan ég gef fyrirmælin. Þá geta þau sem vilja komist inn á glæruna með fyrirmælunum með því að skanna Qr kóðann með myndavél símans og haft fyrirmælin á símaskjánum sínum á meðan þau eru í hópastarfinu. Ég nota QRQode Monkey til að búa til kóðana.

Hvað hefur gagnast þér? Hérna er umræða úr Facabook hópnum Upplýsingatækni í skólastarfi þar sem nokkrir kennarar segja svara þessari spurningu.

ESHA 2018 – kynning á #Eymennt

Í síðustu viku héldu evrópusamtök skólastjórnenda ráðstefnu í Tallinn í Eistlandi. Á ráðstefnunni voru nokkur aðalerindi sem öll fjölluðu um notkun tölvu og tækni í skólastarfi. Einnig var boðið upp á níu málstofur þar sem skólastjórnendur sögðu frá því hvað og hvernig tölvum og tækni væri nýtt í skólum þeirra.

Fjórir stjórnendur af þeim sex skólum sem standa að menntabúðum #Eymennt sóttu ráðstefnu og kynntu samvinnuverkefnið #Eymennt um menntabúðir fyrir kennara og aðra áhugasama um notkun upplýsingatækni í skólastarfi:

ESHA

Eftir kynninguna. Spurningum úr sal svarað.

Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla

Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri Þelamerkurskóla

Katrín Fjóla Guðmundsdóttir deildarstjóri við Dalvíkurskóla

Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri Oddeyrarskóla

Glærur kynningarinnar eru hérna fyrir neðan:

Einnig er hægt að horfa á kynninguna á myndbandi með því að smella hérna.

Að taka þátt í þessu verkefni með stöllum mínum í #Eymennt var mjög lærdómsríkt. Við nýttum okkur Google umhverfið til að vinna saman að kynningunni, gerðum könnun meðal kennara í Google Forms, bjuggum til myndband í Adobe Sparks og IMovie ásamt því að standa á stóru sviði og kynna verkefnið á ensku.

Með góðri samvinnu er lítill vandi að sigrast á áskorunum eins og þessari.

Stælar og fiff í kynningum

bekkjarfundir

Mynd úr myndasafni mínu um bekkjarfundi. Tekin fyrir utan Húsabakkaskóla.

Á dögunum var ég með upprifjun á lykilatriðum bekkjarfunda fyrir kennarahóp sem ég hafði áður hitt með sama efni fyrir nokkrum árum. Í fórum mínum á ég glærusafn um bekkjarfundi sem rekur sig 12 ár aftur í tímann og ýkjulaust hef ég farið að minnsta kosti 100 sinnum í gegnum þessar glærur með mismunandi hópum. Þegar ég tók þessar glærur fram til að undirbúa mig fyrir upprifjunina með síðasta hóp notaði ég tækifærið til að poppa gamla power point safnið aðeins upp og notaði það sem ég hafði lært í haust af Zachary Walker, Anitu Chen og Jennie Magiera.

Halda áfram að lesa