Elska qr kóða (og símann minn)!

Ég hafði keypt bæklinga í Danmörku í haust með alls konar hugmyndum til að perla. Í skólanum erum við að undirbúa jólamarkað og það vantaði hugmyndir að jólaperli fyrir nemendur. Í þessum bæklingum voru margar góðar hugmyndir og þá þurfti að koma þeim úr bókinni og á pappír svo nemendur gætu valið sér myndir til að fara eftir. Hefðbundna leiðin:

 • Er að skanna þær í ljósritunarvélinni
 • Prenta út í litaprentaranum
 • Plasta í plöstunarvélinni
 • Skera niður í skurðarhnífnum
 • Dreifa til nemenda
 • Passa uppá að týna ekki myndunum

Nýja leiðin sem mér hugkvæmdist í morgun var að nota símann minn:

 • Nota Office Lens appið í símanum til að taka myndir af blaðsíðunum í bæklingnum
 • Búa til albúm á Google Photos með myndunum af blaðsíðunum
 • Gera qr kóða með slóðinni inn á albúmið
 • Dreifa qr kóðunum til nemenda

Kostir nýju leiðarinnar umfram þá hefðbundnu:

 • Sparar mér tíma
 • Sparar pappír
 • Sparar blek í prentaranum
 • Sparar plastið í plöstunarvélinni
 • Minni hætta á að „allt týnist og dreifist um allan skóla“
 • Nemendur nota Ipada skólans til að komast inn á myndirnar og geta stækkað þær eftir þörfum á meðan þeir perla

Kóðinn góði!

Já, hvernig er hægt að elska ekki qr kóða? Eða símann sinn?

Ps. svo varð þessi til eftir að hafa safnað saman hugmyndum á Pinterrest og gert kóða líka á þá slóð. Og hver elskar ekki Pinterrest?

qrcode-37660925

Safn af jólaperli á Pinterrest

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.