Í haust hef ég ásamt Önnu Kristínu Sigurðardóttur haft umsjón með námskeiðinu Þróun í menntastofnunum í deild kennslu- og menntunarfræða við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Námskeiðið er á meistarastigi og flestir nemanna eru fólk sem stundar námið með vinnu. Hópurinn er fjölbreyttur; nemarnir koma af öllum skólastigum og víða að úr menntageiranum. Eins og önnur námskeið við HÍ þetta misserið fór námskeiðið fram á netinu. Það var áskorun fyrir okkur að setja námskeiðið upp þannig að hópastarf, umræður og vinna í staðlotum myndu nýtast nemendum eins og þegar þau mæta í húsnæði skólans. Venjulega hefur verið boðið upp á tvær hálfs dag staðlotur ásamt tæplega tveggja tíma málstofum með kennurum í um það bil hverjum mánuði. Þessu til viðbótar voru fyrirlestrar og umræður inni á vefsvæði námskeiðsins sem í gegnum tíðina hefur verið Moodle-kerfið. Í haust tók HÍ upp námsumsjónarkerfð Canvas. Í haust var það líka nokkur áskorun, bæði fyrir kennara og nemendur HÍ að venja sig bæði við nýtt námsumsjónarkerfi og að aðlaga námskeiðin að því þau færu fram á netinu.
Halda áfram að lesaGreinasafn fyrir merki: Rafrænir kennsluhættir
#12dagaTwitter, miðlun og söfnun hugmynda
Um þessar mundir stendur Sif Sindradóttir fyrir viðburðinum #12dagaTwitter á mikróblogginu og samfélagsmiðlinum Twitter. Með framtakinu hvetur hún þau sem starfa við menntastofnanir og sem vilja að deila með öðrum ákveðnu efni, pælingum, áformum og fleiru úr skólastarfi. Um er að ræða eitt tíst á dag í tólf daga og er þetta í þriðja sinn sem hún stendur fyrir þessu framtaki. Mér sýnist á öllu að í ár ætli óvenju margir að vera með.
Þó að framtak af þessu tagi láti lítið yfir sér þá gætir áhrifa þess víða og er hvatning til skólafólks til að skoða hvað það er í starfi sínu sem það vill deila með öðrum. Ég held líka að það séu ekki bara þeir sem tísta sem séu að fylgjast með samtalinu á #12dagaTwitter heldur eigi framtakið sér marga „þögla“ þátttakendur sem lesa og vonandi nýta sér eitthvað af því sem þarna er deilt.
Halda áfram að lesaGrein í Kjarnanum – Ég hef séð það á You Tube
Í gær birti Kjarninn grein sem ég skrifaði á páskadagsmorgunn. Í greininni velti ég fyrir mér hvað skólakerfið muni geta lært af aðstæðunum sem Covid19 þvingaði okkur í.
Ef þú smellir á hnappinn hérna fyrir neðan þá kemstu beint inn á greinina á Kjarnanum.