Netmálstofur á tímum Covid19

Í haust hef ég ásamt Önnu Kristínu Sigurðardóttur haft umsjón með námskeiðinu Þróun í menntastofnunum í deild kennslu- og menntunarfræða við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Námskeiðið er á meistarastigi og flestir nemanna eru fólk sem stundar námið með vinnu. Hópurinn er fjölbreyttur; nemarnir koma af öllum skólastigum og víða að úr menntageiranum. Eins og önnur námskeið við HÍ þetta misserið fór námskeiðið fram á netinu. Það var áskorun fyrir okkur að setja námskeiðið upp þannig að hópastarf, umræður og vinna í staðlotum myndu nýtast nemendum eins og þegar þau mæta í húsnæði skólans. Venjulega hefur verið boðið upp á tvær hálfs dag staðlotur ásamt tæplega tveggja tíma málstofum með kennurum í um það bil hverjum mánuði. Þessu til viðbótar voru fyrirlestrar og umræður inni á vefsvæði námskeiðsins sem í gegnum tíðina hefur verið Moodle-kerfið. Í haust tók HÍ upp námsumsjónarkerfð Canvas. Í haust var það líka nokkur áskorun, bæði fyrir kennara og nemendur HÍ að venja sig bæði við nýtt námsumsjónarkerfi og að aðlaga námskeiðin að því þau færu fram á netinu.

Halda áfram að lesa

Mennska á netráðstefnu

Mynd Tim Marshall fengin af Unsplash Photos

Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með umræðu um menntamál á samfélagsmiðlum að í gær og fyrradag fór fram netráðstefnan UtísOnline og að þátttakendur hennar voru himinlifiandi með skipulag hennar og innihald. Svo viðbrögð þeirra séu sett í eitt orð.

Mér fannst magnað að vera þátttakandi í þessari netráðstefnu um innihaldsríka menntun; ráðstefnu þar sem vel var gætt að hverju smáatriði sem þó gera heildina og upplifunina af henni einstaka. Að setja ráðstefnu eða aðra viðburði um menntun á netið og að takast að halda í bjartsýni, jákvæðni og glaðværa samveru er afrek út af fyrir sig. Til að geta það þarf bæði tæknilega færni og ekki síst meðvitaða og skýra sýn á meginmarkmið skólastarfs; framfarir og velferð.

Halda áfram að lesa

Grein í Kjarnanum – Ég hef séð það á You Tube

Í gær birti Kjarninn grein sem ég skrifaði á páskadagsmorgunn. Í greininni velti ég fyrir mér hvað skólakerfið muni geta lært af aðstæðunum sem Covid19 þvingaði okkur í.

Ef þú smellir á hnappinn hérna fyrir neðan þá kemstu beint inn á greinina á Kjarnanum.