Við keyrum yfir Ísland – samþætting námsgreina

Íslandskortið fallega

Á dögunum rakst ég á mynd á Facebook af Íslandskorti. Kortið vakti athygli mína vegna þess að það þakti heilan vegg. Ég vissi líka að þarna væri eitthvað áhugavert á ferðinni af því að myndinni var deilt af kennara sem ég veit að er hugmyndaríkur í verkefnavali fyrir nemendur sína. Ég hafði samband við þennan kennara. Hún ásamt samstarfskonu sinni féllust á að koma í fyrsta viðtalið á Bara byrja hlaðvarpi og að leyfa mér líka að tala við nemendur þeirra um verkefnið. Þessar samstarfskonur eru Berglind Hauksdóttir og Anna Rósa Friðriksdóttir. Þær starfa saman sem umsjónarkennarar nemenda í 8.-10. bekk Þelamerkurskóla og af starfsreynslu minni með þeim veit ég að þær hafa nokkuð oft farið ótroðnar slóðir og út fyrir eigin þægindaramma í verkefnavinnu nemenda. Þetta verkefni er sannarlega engin undantekning frá því.

Í þessu fyrsta þætti Bara byrja vefvarps lýsa Berglind og Anna Rósa verkefninu og nemendur segja frá reynslu sinni. Í verkefninu eru námsgreinar samþættar og nemendur nota margs konar aðferðir við vinnslu þess og afraksturinn er í myndböndum, kynningum, texta og glærum. Það er eftirtektarvert hve fjölbreytt verkefnin eru og einnig verkfærin sem nemendur nýttu til að vinna þau. Notast var við mörg verkfæra Google, Imovie og smáforritið HP-Reveal.

Í þættinum benda Berglind og Anna Rósa á skjöl með verkefnalýsingu og matskvörðum. Þær voru svo vinsamlegar að deila þeim með hlustendum.

Hérna er verkefnalýsingin og hérna eru matskvarðarnir.

Hlusta á Spotify eða Apple Podcasts.

1 thoughts on “Við keyrum yfir Ísland – samþætting námsgreina

  1. Bakvísun: Hagnýt og nærandi fræðsla á menntabúðum #Eymennt | Bara byrja

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.