Stælar og fiff í kynningum

bekkjarfundir

Mynd úr myndasafni mínu um bekkjarfundi. Tekin fyrir utan Húsabakkaskóla.

Á dögunum var ég með upprifjun á lykilatriðum bekkjarfunda fyrir kennarahóp sem ég hafði áður hitt með sama efni fyrir nokkrum árum. Í fórum mínum á ég glærusafn um bekkjarfundi sem rekur sig 12 ár aftur í tímann og ýkjulaust hef ég farið að minnsta kosti 100 sinnum í gegnum þessar glærur með mismunandi hópum. Þegar ég tók þessar glærur fram til að undirbúa mig fyrir upprifjunina með síðasta hóp notaði ég tækifærið til að poppa gamla power point safnið aðeins upp og notaði það sem ég hafði lært í haust af Zachary Walker, Anitu Chen og Jennie Magiera.

Halda áfram að lesa