Í síðustu viku héldu evrópusamtök skólastjórnenda ráðstefnu í Tallinn í Eistlandi. Á ráðstefnunni voru nokkur aðalerindi sem öll fjölluðu um notkun tölvu og tækni í skólastarfi. Einnig var boðið upp á níu málstofur þar sem skólastjórnendur sögðu frá því hvað og hvernig tölvum og tækni væri nýtt í skólum þeirra.
Fjórir stjórnendur af þeim sex skólum sem standa að menntabúðum #Eymennt sóttu ráðstefnu og kynntu samvinnuverkefnið #Eymennt um menntabúðir fyrir kennara og aðra áhugasama um notkun upplýsingatækni í skólastarfi:

Eftir kynninguna. Spurningum úr sal svarað.
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla
Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri Þelamerkurskóla
Katrín Fjóla Guðmundsdóttir deildarstjóri við Dalvíkurskóla
Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri Oddeyrarskóla
Glærur kynningarinnar eru hérna fyrir neðan:
Einnig er hægt að horfa á kynninguna á myndbandi með því að smella hérna.
Að taka þátt í þessu verkefni með stöllum mínum í #Eymennt var mjög lærdómsríkt. Við nýttum okkur Google umhverfið til að vinna saman að kynningunni, gerðum könnun meðal kennara í Google Forms, bjuggum til myndband í Adobe Sparks og IMovie ásamt því að standa á stóru sviði og kynna verkefnið á ensku.
Með góðri samvinnu er lítill vandi að sigrast á áskorunum eins og þessari.