ESHA 2018 – kynning á #Eymennt

Í síðustu viku héldu evrópusamtök skólastjórnenda ráðstefnu í Tallinn í Eistlandi. Á ráðstefnunni voru nokkur aðalerindi sem öll fjölluðu um notkun tölvu og tækni í skólastarfi. Einnig var boðið upp á níu málstofur þar sem skólastjórnendur sögðu frá því hvað og hvernig tölvum og tækni væri nýtt í skólum þeirra.

Fjórir stjórnendur af þeim sex skólum sem standa að menntabúðum #Eymennt sóttu ráðstefnu og kynntu samvinnuverkefnið #Eymennt um menntabúðir fyrir kennara og aðra áhugasama um notkun upplýsingatækni í skólastarfi:

ESHA

Eftir kynninguna. Spurningum úr sal svarað.

Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla

Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri Þelamerkurskóla

Katrín Fjóla Guðmundsdóttir deildarstjóri við Dalvíkurskóla

Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri Oddeyrarskóla

Glærur kynningarinnar eru hérna fyrir neðan:

Einnig er hægt að horfa á kynninguna á myndbandi með því að smella hérna.

Að taka þátt í þessu verkefni með stöllum mínum í #Eymennt var mjög lærdómsríkt. Við nýttum okkur Google umhverfið til að vinna saman að kynningunni, gerðum könnun meðal kennara í Google Forms, bjuggum til myndband í Adobe Sparks og IMovie ásamt því að standa á stóru sviði og kynna verkefnið á ensku.

Með góðri samvinnu er lítill vandi að sigrast á áskorunum eins og þessari.

Google aðstoðar við útikertasölu

G Suite Portfolio Final 1

Það er reynsla mín að það sé vel þess virði að leggja sig fram um að skilja hvernig verkfæri Google vinna saman.

Verkefni skólastjóra fámennra skóla eru fjölbreytt. Þar á meðal er aðstoð við söfnun í ferðasjóð. Í þeirri vinnu sem annarri spara rafrænir starfshættir Google (G Suite) mér mikla vinnu og utanumhald á alls kyns pappírum, tölvupóstum og skilaboðum á mörgum miðlum. Dæmi um það er sala ferðasjóðs nemenda á útikertum og móttaka pantana og greiðslna fyrir þá sölu:
  1. Könnun í Google Forms tekur við pöntunum og safnar saman netföngum þeirra sem leggja inn pantanir. Það er auðvelt að dreifa hlekk könnunarinnar (eða Qr kóða hennar) bæði í tölvupósti og á samfélagsmiðlum.
  2. Ef skólinn er með G Suite þá er einfalt og fljótlegt (tekur tvær mínutur) að búa til netfang söfnunarinnar eða einstakrar sölu sem tekur við tilkynningum um greiðslur.
  3. Viðbótin Form Limiter lokar könnuninni þegar við hættum að taka við pöntunum (bara muna muninn á AM og PM). Ég þarf ekki að muna að loka henni á hádegi á sunnudegi og foreldrar geta treyst því að þetta sé fjöldinn sem á að panta.
  4. Af því pantanaformið safnaði saman netföngum þeirra sem pöntuðu gæti ég notað viðbótina Yet Anotoher Mail Merge til að senda „persónulegan fjöldapóst“ til þeirra sem ekki hafa gengið frá greiðslunni þegar kertin koma. Netföngin eru nefnilega aðgengileg á Google Sheets og þaðan er auðvelt að tengja þau við tölvupóstinn.
Já, hvernig var þetta áður en skólinn fór í G Suite? Ég vil ekki muna það því ég kann betur við Google lífið.