Gagn og gaman á UTís2015

Á síðasta föstudag og laugardag (6. og 7. nóv. 2015) var ég svo heppin að fá að taka þátt í UTís2015 á Sauðárkróki. UTís2015 voru vinnu- og menntabúðir um notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Þar komu saman kennarar og aðrir sem hafa áhuga á upplýsingatækni í skólastarfi. Snemma í haust barst boð um þátttöku og mér skilst að tvisvar sinnum hafi verið hægt að fylla þau pláss sem voru í boði. Eðlilega stýra laus gistirými og önnur aðsta á staðnum þeim fjölda sem getur sótt vinnu- og menntabúðirnar en 63 sóttu hana.

ingileif og LinaSvo heppilega vildi til að við Lína vinkona sóttum báðar um að koma á UTís og fengum báðar pláss og auðvitað byrjaði föstudagurinn á því að taka af okkur sjálfu og segja öllum frá því á samfélagsmiðlum að við værum núna loksins aftur saman á skólabekk. En það gerðist síðast þegar við vorum í Gagnfræðaskólanum á Ísafirði. Við mættum auðvitað á fimmtudagskvöldinu og náðum gæðastund á hótelherberginu með rauðvíni, vinkonuspjalli og hekldótinu.

Í þessari færslu skrái ég það gagn og það gaman sem ég hafði af vinnu- og menntabúðunum UTís2015:

Halda áfram að lesa