#12dagaTwitter, miðlun og söfnun hugmynda

Um þessar mundir stendur Sif Sindradóttir fyrir viðburðinum #12dagaTwitter á mikróblogginu og samfélagsmiðlinum Twitter. Með framtakinu hvetur hún þau sem starfa við menntastofnanir og sem vilja að deila með öðrum ákveðnu efni, pælingum, áformum og fleiru úr skólastarfi. Um er að ræða eitt tíst á dag í tólf daga og er þetta í þriðja sinn sem hún stendur fyrir þessu framtaki. Mér sýnist á öllu að í ár ætli óvenju margir að vera með.

Þó að framtak af þessu tagi láti lítið yfir sér þá gætir áhrifa þess víða og er hvatning til skólafólks til að skoða hvað það er í starfi sínu sem það vill deila með öðrum. Ég held líka að það séu ekki bara þeir sem tísta sem séu að fylgjast með samtalinu á #12dagaTwitter heldur eigi framtakið sér marga „þögla“ þátttakendur sem lesa og vonandi nýta sér eitthvað af því sem þarna er deilt.

Halda áfram að lesa