Fjölbreytni og fjöldi tækja skipta máli

Annar þáttur Bara byrja hlaðvarps er viðtal við Hans Rúnar Snorrason kennara í upplýsingatækni við Hrafnagilsskóla. Í viðtalinu ræddum við um breytingarnar sem hafa orðið í tækni og tækjakosti skólanna frá því að Hans Rúnar hóf kennslu. Við ræddum einnig um hvað það er sem heldur Hans Rúnari við efnið í starfsþróun. Hans Rúnar fylgist vel með þróuninni, bæði í tækninni og hvernig hún nýtist í kennslunni svo það er vel þess virði að gefa sér tíma til að hlusta á hann segja frá starfi sínu og ígrundaðrar afstöðu til notkunar á tækninni í skólanum.

Hans Rúnar miðlar starfsþróun sinni á blogginu sínu http://hansrunar.krummi.is/ og líka á Twitter @hansrunar

Hlusta á Spotify eða Apple Podcasts.

Góða skemmtun.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.