Eftir Google Summit

google-web-hosting

Eitt af því sem ég setti sjálfri mér fyrir að gera eftir námstefnu Ed Tech Team í Reykjavík í janúar var að ljúka við vefsíðu sem ég byrjaði á þegar ég var á námstefnunni. Á vinnustofunni um Google Sites datt mér ekkert frumlegra í hug en að nota vefumhverfi Google til að geyma glósur námstefnunnar. En þar sem umhverfið á vefsíðunni var nýtt fyrir mér þá réð ég ekki við að glósa og fikra mig áfram í nýju umhverfi svo ég safnaði saman glósum uppá gamla mátann og tísti á meðan á ráðstefnunni stóð. Nú þegar heim er komið og ég hef lokið við að gera samantektir námstefnunnar þá var hægðarleikur að ljúka við vefsíðuna; ég gat bara flutt textann á milli síðnanna og birt svo síðuna.

Ég sé að Google Sites hefur marga kosti í skólastarfi eins og annars staðar. Helsti kosturinn er hve einfalt og notendavænt umhverfið er. Ég sé fyrir mér að nemendur allt niður á yngsta stig geti nýtt sér umhverfið. Það er vegna þess að:

Halda áfram að lesa

Veisla í boði Google II

img_2330

Veislan var líka fyrir munn og maga. Alltaf var séð fyrir því að okkur skorti ekki mat.

Ed Tech Team og Advania á Íslandi stóðu fyrir námstefnu helgina 14.-15. janúar um notkun Google verkfæra í skólastarfi. Ég var svo heppin að vera einn af námstefnugestum ásamt tæplega 100 öðrum gestum þar af fjórum öðrum úr Þelamerkurskóla. Í þessari samantekt fer ég yfir það sem ég gerði og lærði á seinni degi námstefnunnar. Í annarri færslu sagði ég frá fyrri deginum.

Sunnudagurinn 15. janúar

Sunnudagurinn byrjaði jafn snemma og laugardagurinn, kl. 7:30 opnaði húsið með morgunverði. Að honum loknum var safnast saman í fyrirlestrarsalnum og þar var tilkynnt að Sylvia Duckworth hefði unnið Demo Slam-ið daginn áður. Það kom mér að vísu ekki á óvart þar sem hún trompaði hina með því að rappa við undirleik teiknimyndagæjanna í Incredibox. Síðan tók við aðalfyrirlestur dagsins og þar á eftir vinnustofur. Deginum lauk með samantekt á allri námstefnunni.

img_2017

Aðalfyrirlesari sunnudagsins var Jennie Magiera. Það er óhætt að segja að henni tókst að hrífa salinn með sér í lifandi og einlægum fyrirlestri þar sem hún fléttaði inn reynslu frá eigin skólagöngu og vinnu sem kennari og ráðgjafi. Hún hefur gefið út bókina Courageous Edventures þar sem hún greinir frá hugmyndum sínum og reynslu í innleiðingu upplýsingatækni í skólastarfi. Hún heldur líka úti blogginu Teaching like it´s 2999.

Meginefni fyrirlestrar hennar var að blása námsstefnugestum hugrekki í brjóst svo þeir þori að taka áhættu og breyta til í kennslu sinni með því að taka upplýsingatæknina í sína þjónustu.

Halda áfram að lesa

Veisla í boði Google I

img_1966

Um síðustu helgi sótti ég ásamt fjórum öðrum úr Þelamerkurskóla námstefnu sem Google Ed Tech Team bauð til í Verslunarskóla Íslands í Reykjavík og í samstarfi við Advania á Íslandi. Eiginlega var um að ræða tveggja daga veislu þar sem boðið var upp á hagnýtar vinnustofur og fyrirlestra sem bæði voru hvetjandi og lærdómsrík. Í þessari færslu rek ég það sem mér þótti merkilegast fyrri dag námstefnunnar.

Laugardagurinn 14. janúar

Dagurinn byrjaði eldsnemma svo ekki sé meira sagt. Skránig hófst kl. 7:30 og boðið var uppá morgunverð svo þátttakendur gætu fengið sér bita og hitt kunningja og spjallað saman.

Chris Bell opnaði námstefnuna og fór yfir dagskrána. Hann benti gestum á að umgangast hana eins og hún væri hlaðborð og að þeir gættu þess ætla sér ekki að komast yfir allt sem væri í boði. Þá gæti það orðið eins og þegar maður ætlar að borða allt sem býðst á hlaðborði; manni verður ómótt af ofáti.

Á eftir Chris talaði Jaime Casap. Umfjöllunarefni hans var að vekja námstefnugesti til umhugsunar um að samfélag nútímans og ekki síst samfélag framtíðarinnar kallar á annars konar nálgun á námi og kennslu en áður var viðmiðið.

Halda áfram að lesa