Við áramót

Það er svo skrýtið að við áramót finnst okkur eins og það sé svo mikill tími framundan, svo mikill að margir gera sér jafnvel róttæk heit á þeim tímamótum. Ég er ein þeirra sem lít til baka yfir árið, geri það upp og velti fyrir mér hvað það er sem ég vil hafa á annan veg eða hafa akkúrat eins og það er. Það hef ég gert á nokkra vegu, allt frá því að setja mér einkunnarorð til þess að búa mér til heilu verkefnin sem taka nokkurn tíma og orku.

Ég hef líka orðið vör við það að sumum finnst það ekkert merkilegt að gera sér áramótheit og gera lítið úr áformunum sem þau innihalda. Ég er þeirrar trúar að þau, eins og önnur tímamót sem maður leiðir hugann að, geti hjálpað til við að stilla fókusinn og leiða hugann að því hvernig maður nýtir tíma sinn. Tíminn er nefnilega takmörkuð auðlind og það skiptir máli að fara vel með hann ef eitthvað á að verða úr honum.

Upphaf nýs skólaárs eru ákveðin tímamót, þá er heilt skólaár framundan með 180 skóladögum sem á að fara vel með því innihald hverrar mínútu í skólastofunni skiptir framtíð nemenda máli. Síðastliðið haust rakst ég á þessa færslu á Twitter og hef geymt hana því hún minnti mig á að ekki er hægt að skila til baka illa nýttum tíma og fá nýjan í staðinn; það eina sem hægt er að gera er að vera meðvitaður um að nýta tímann vel; til uppbyggingar og ánægju, fyrir sjálfan sig og aðra.

Undanfarna daga hef séð á netinu nokkrar útfærslur fólks á því hvernig það ætlar að nýta tímann á nýju ári. Guðrún Bergmann skrifaði pistil á heimasíðu sína og hefur áform um að setja sér markmiðalista sem inniheldur jafnmörg markmið og aldur hennar. Sú framsetning var innblásin úr fréttabréfi Virgin, fyrirtækjasamsteypu Sir Richard Branson. Það þarf áræðni til að setja saman slíkan lista og að standa við hann og efast ég ekki um að svo verði.

Halda áfram að lesa

Yfirlit ársins 2015

Word Press gengið hefur tekið saman yfirlit yfir bloggið og virkni þess. Ljóst er að handavinna og eldhússtúss hafa yfirhöndina. Ég hafði lagt mig sérstaklega fram um að skrifa pistla um starf mitt á þessu ári. Aðeins einn af þeim kemst á blað, enda minni markhópur heldur en sá sem hefur áhuga á prjónaskap, hekli og eldamennsku. Það sem gleður í samantekt Word Press er fjölgun heimsókna frá byrjun bloggsins frá því það var stofnað fyrir þremur árum: Fyrsta árið var litið 3439 sinnum  þangað inn, annað árið 8997 sinnum og þriðja árið (2015) 13.648 sinnum; eða eins og Word Press orðar það, fimm sinum uppselt inn í Óperuhúsið í Sidney!

Markmið næsta árs er að halda áfram að skrifa inn á bloggið, bæði um starf mitt og öll hin áhugamálin.

Here’s an excerpt:

The concert hall at the Sydney Opera House holds 2,700 people. This blog was viewed about 14,000 times in 2015. If it were a concert at Sydney Opera House, it would take about 5 sold-out performances for that many people to see it.

Smelltu hérna til að skoða yfirlitið í heild sinni.