Yfirlit ársins 2015

Word Press gengið hefur tekið saman yfirlit yfir bloggið og virkni þess. Ljóst er að handavinna og eldhússtúss hafa yfirhöndina. Ég hafði lagt mig sérstaklega fram um að skrifa pistla um starf mitt á þessu ári. Aðeins einn af þeim kemst á blað, enda minni markhópur heldur en sá sem hefur áhuga á prjónaskap, hekli og eldamennsku. Það sem gleður í samantekt Word Press er fjölgun heimsókna frá byrjun bloggsins frá því það var stofnað fyrir þremur árum: Fyrsta árið var litið 3439 sinnum  þangað inn, annað árið 8997 sinnum og þriðja árið (2015) 13.648 sinnum; eða eins og Word Press orðar það, fimm sinum uppselt inn í Óperuhúsið í Sidney!

Markmið næsta árs er að halda áfram að skrifa inn á bloggið, bæði um starf mitt og öll hin áhugamálin.

Here’s an excerpt:

The concert hall at the Sydney Opera House holds 2,700 people. This blog was viewed about 14,000 times in 2015. If it were a concert at Sydney Opera House, it would take about 5 sold-out performances for that many people to see it.

Smelltu hérna til að skoða yfirlitið í heild sinni.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.