Myndbanda-fréttabréf nemenda

Lilja Bára segir frá í Brekkuskóla

Í gær, mánudaginn 3. febrúar, hélt samstarfsnetið #Eymennt þriðju menntabúðir skólaársins. Þær voru haldnar í Brekkuskóla. Að venju voru margar áhugaverðar menntabúðir í boði. Á einni þeirra kynnti Lilja Bára Kristjánsdóttir umsjónarkennari í Dalvikurskóla hvernig hún vinnur myndbanda-fréttabréf til foreldra. Hún sagði að kveikjan að þessu verkefni hefði verið að hún hefði orðið vör við að ekki allir foreldrar læsu ftéttabréfin sem hún sendi þeim vikulega í tölvupósti.

Lilja Bára og bekkurinn hennar hafa gert myndbandsfréttabréf þrisvar sinnum í vetur; í nóvember, desember og janúar. Í samtali eftir kynninguna þá kom fram að sennilega væri líka hægt að þreytast á því að horfa á 5-7 mínútna myndbönd eins og að lesa vikulega tölvupósta.

Lilja Bára sagði frá því að hún og nemendur byrja á því að gera lista yfir fréttir sem þau vilja flytja af bekkjarstarfinu. Síðan velja nemendur sér fréttir til að vinna að. Áður en farið er í upptökur gera hóparnir handrit að fréttinni. Þegar upptökum er lokið er allar fréttirnar settar saman í eitt myndband með Clips. Myndbandið er síðan vistað á YouTube rás skólans. Geymsla myndbandsins er stillt þannig að aðeins þeir sem hafa hlekkinn geta skoðað myndbandið og ekki er hægt að finna það með leitarvélum. Þannig er farið eftir persónuverndarlöggjöfinni.

Lilja Bára sýndi brotu úr öllum fréttabréfinum og benti á að nemendum hefði mikið farið fram í að vera skýrmælt og búa til hnitmiðaðar „senur“ ásamt því að nýta sér meira texta og annað sem Clips býður uppá.

Aðspurð sagði Lilja Bára að hún hefði sent tölvupóst til foreldra þar sem hún hefð ibeðið um viðbrögð við fréttabréfunum. Hún sagðist bara hafa fengið jákvæð og hvetjandi viðbrögð.

Þetta dæmi sýnir hvernig tæknin bætir við leiðum fyrir skólastarfið til að þjálfa nemendur í að miðla þekkingu sinni og einnig hvernig tæknin aðstoðar við að miðla fréttum af jákvæðu skólastarfi.

Takk aftur #Eymennt.

Næstu menntabúðir Eymenntar verða haldnar 14. mars og þá sjá Dalvíkurskóli og Grunnskóli Fjallabyggðar um að setja dagskrána saman, halda utan um skráningu og græja veitingarnar.

Samstarf er lykilorðið

Námsleyfi hefur m.a. þann kost að hægt er að opna „jólaverkstæðið“ á miðjum degi og hlusta líka á fræðslufund í beinni. Og að fara í kaffi þegar manni sýnist.

Það er eflaust að bera í bakkafullan lækinn að minnast á niðurstöður PISA en mér fannst ég ætti að taka saman það sem mér fannst markverðast af því sem ég náði að fylgjast með í gær. Ég fylgdist með streymi frá Stakkahlíðinni þar sem fræðimenn Menntavísindasviðs HÍ fóru yfir niðurstöðurnar. Samstarf Menntamálastofnunar og Menntavísindasviðs HÍ þykir mér til fyrirmyndar við úrvinnslu og kynningu á niðurstöðum. Ég leyfi mér í því sambandi að benda á grein Önnu Kristínar Sigurðardóttur PISA – hvað svo? Nokkur leiðarstef um innleiðingu menntaumbóta sem birtist í Netlu fyrir skömmu. Eftir lestur hennar, innlegg annarra fræðimenna í gær og að hafa hlustað á menntamálaráðherra í Kastljósinu ræða áform sín til úrbóta finnst mér samstarf vera lykilorð til þess að við munum geta náð því að nýta niðurstöður PISA til framfara; fyrir menntakerfið, samfélagið og ekki síst börnin.

Halda áfram að lesa

Og svo allt hitt á #utís2019

Í því sem ég hef áður tekið saman um Utís2019 segir frá fyrirlestrum og vinnustofum. En Utís er miklu meira en það því þar eru aðrir dagskrárliðir sem gera þennan viðburð öðruvísi en önnur starfsþróunartilboð sem ég hef tekið þátt í. Í þeim hluta dagskrárinnar er gert ráð fyrir að þeir sem mæta taki þátt og eigi frumkvæði að því sem er í boði. Þannig koma gróskan og auðurinn í hópnum auðveldlega í ljós. Í þessum viðburðum sést líka hvernig gróskan getur vaxið þegar þátttakendur deila reynslu sinni og þekkingu hver með öðrum. Þessir dagskrárliðir eru:

  • Menntabúðir
  • Apphraðstefnumót
  • Appsmakk
  • Hópefli
  • Skólaheimsókn í Árskóla
Halda áfram að lesa