Smáskonsur

img_2261Þegar legið er í kvefpest verður að gera vel við sig og þess vegna prófaði ég að hræra í glútenlausar smáskonsur.

1 dl glútenlaust haframjöl

2dl All purpose baking flour frá Bobs Red mill

2 tsk lyftiduft

1 tsk Xanthan Gum frá Now

1 msk góð olía

1 -2 egg

Salt milli fingra

Mjólk þar til deigið er eins og þykkur grautur. Ég notaði afgang af haframjólk síðan litli Ívar Helgi var hérna um síðustu helgi.

Ég hitaði pönnu og setti á hana 1 msk af kókosolíu sem ég bætti svo í deigið. Hver skonsa er ein matskeið af deigi og steikt á pönnunni við vægan hita. Snúið við þegar skonsan er farin að þorna örlítið á hliðinni sem snýr upp.

Borið fram með hvaða áleggi sem er og líka hægt að nota þær í staðinn fyrir pönnukökur með beikoninu og egginu.

Verði ykkur að góðu.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.