UT í skólastarfi-hvað þarf til?

Í morgun var menntaspjall á Twitter um nýjustu tækni og vísindi í skólastarfi og var kveikjan að spjallinu sumarbústaðarferð sjö kvenna sem hafa áhuga á málefninu. Þær fóru í bústaðarferðina til að gefa sér tíma til að fikta og leika sér með tækin sem þær höfðu sankað að sér. Einnig nýttu þær tímann til að ræða um notagildi tækjanna og tækninnar í námi og kennslu.

Það hefur margoft og allvíða verið rætt og ritað um innleiðingu nýjunga í skólastarfi. Upplýsingatækni er ekki alveg splunkuný í skólastarfi en það sem er nýtt er allt dótið sem nú er hægt að verða sér út um og nýta til að gera námið fjölbreyttara og raunverulegra en áður, bæði fyrir nemendur og kennara. Og hvort sem við viljum það eða ekki þá er tæknin og dótið sem henni fylgir komið til að vera og hlutdeild þess í lífi og starfi okkar mun ekki minnka í framtíðinni. Það eitt ætti að duga til þess að skólastarf gæfi tækninni meiri tíma og krafta.

En hvað þarf til?

inneiding-ut-i-skolastarfi-4

Halda áfram að lesa

Miðar Hvítbókin á markmið skólastarfs?

hit-the-mark

Breski skólamaðurinn Toby Salt lauk ráðstefnu ESHA  (European Schools Heads Association) í Dubrovnic síðast liðið haust.

Auðvelt er að setja kjarnann í erindi hans í samhengi við umfjöllun um aðgerðaráætlun menntamálaráðherra um eflingu læsis í kjölfar útgáfu hvítabókar hans. Í erindinu lék hann sér að orðatiltækinu Hitting the target but missing the point.

Reynsla Toby Salt sem ráðgjafi  breskra stjórnmálamanna í menntamálum hefur sýnt honum að verkefni þeirra og aðgerðir séu oftar en ekki gerðar til að auka framgang þeirra í stjórnmálum fremur en að vinna að markmiðum menntunar. Hann minntist á, að í slíkum verkefnum misstu menn sjónar af meginmarkmiðum skólastarfs. Toby Salt brýndi fyrir skólafólki í að standa fast með  fagmennsku sinni í ólgunni sem jafnan fylgir áherslubreytingum í menntamálum.

Nú þegar tillögur verkefnisstjórnar hvítbókar menntamálaráðherra um aðgerðir til að efla læsi eru að birtast þessa dagana er ástæða til að velta fyrir sér hvort þær séu af þeim meiði sem Toby Salt fjallaði um í erindi sínu.

Halda áfram að lesa