Áhugi á íslensku skólakerfi dró hana til Íslands

Frá því í mars á þessu ári hefur þýski kennaraneminn Julia Klindworth búið á Íslandi og verið í starfsnámi í skóla á Akureyri. Ég hef verið svo heppin að kynnast henni og með þessu viðtali deilum við nokkru af því sem við höfum rætt á undanförnum vikum.

Gerum gott betra

Úr kynnisferðinni til De Wijnberg

Ég skrifaði grein sem birtist í Skólaþráðum tímariti Samtaka áhugafólks um skólaþróun.

Greinin er um það hvernig skólaheimsókn varð að kynnisferð og síðan að Sprotasjóðsverkefninu Gerum gott betra.

Greinina er hægt að lesa hérna.

Foreldrafundir

Fimmti kafli grunnskólalaga fjallar um hlutverk foreldra í skólagöngu barna sinna. Þar eru tíunduð réttindi og skyldur bæði foreldra og skóla um þetta samstarf. Í kaflanum segir að foreldrar:

  • skulu gæta hagsmuna barna sinna,
  • að þeir eigi rétt á upplýsingum um skólastarfið og skólagöngu barna sinna,
  • þeim sé skylt að veita grunnskóla upplýsingar um barn sitt sem eru nauðsynlegar fyrir skólastarfið og velferð barnsins
  • skulu hafa samráð við skólann um skólagöngu barna sinna, fylgjast með og styðja við skólagöngu þeirra og námsframvindu og stuðla að því að börnin mæti úthvíld í skólann og fylgi skólareglum
  • skulu fá tækifæri til að taka þátt í námi barnsins, svo og í skólastarfinu almennt

Sjöundi kafli aðalnámskrár hnykkir svo á skyldum skólans í samstarfi heimila og skóla því þar segir að forsenda þess að foreldrar geti axlað þessar skyldur sé virk hlutdeild þeirra og þátttaka í námi barnanna.

adalsnamskra-grunnskola-3-utg-2016-pdf

Halda áfram að lesa