Orðaský í netkennslu

Í síðustu „staðlotuviku“ Háskóla Íslands sem aftur fór öll fram á netinu, notaði ég orðaský tvisvar sinnum í kennslustund. Þegar ég var að setja saman kennslustundina og datt í hug að nota orðaský velti ég fyrir mér hvort það væri nokkuð fyrir fullorðna. Eftir örstutta umhugsun lét ég slag standa og hugsaði með mér að það kæmi bara í ljós. Ég hefði sjálf gaman að þeim og þau sýna á auðveldan og lifandi hátt það sem nemendur eða þátttakendur í viðburði vilja segja svo þetta gæti varla tekist illa.

Hérna fyrir neðan er dæmi þar sem þátttakendur í Makerý-helgi Vexa hópsins hafði um þá upplifun að segja. Flest forrit sem nýtt eru til að búa til orðaský gefa möguleika á að orðin sem oftast eru nefnd eru stærst í orðaskýinu.

Halda áfram að lesa

Deila verkefnum inn í hópherbergi í netkennslu

Í netkennslu nýta kennarar hópherbergi (e. breakout rooms) fyrir hópaumræður. Þá vaknar spurningin hvernig eigi að deila verkefnum eða fyrirmælum til nemenda þannig að verkefnin fylgi þeim inn í hópherbergin.

Í kennslunni í vetur hef ég að mestu nýtt Google slides og Zoom. Ég hef notað tvær leiðir til að deila fyrirmælum með nemendum sem þau segja að nýtist vel.

Dæmi um glæru með hópaverkefni frá því í kennslustund í gær.

1. Ég geri glærusýningu sem inniheldur bara glæruna með fyrirmælunum og deili slóðinni svo í spjallinu á Zoom þá geta nemendur opnað slóðina og séð glæruna með verkefninu og fyrirmælum þess. Ég hef slóðina í minnispunktum fyrirlesara svo ég sé fljót að sækja hana og deila til nemenda. Það er líka hægt að hlaða glærunni með fyrirmælunum niður sem ljósmynd og deila þeirri skrá með nemendum. Mér finnst það aðeins seinlegri leið.

2. Ég set líka Qr kóða á slóðina inn á glæruna sem nemendur sjá á meðan ég gef fyrirmælin. Þá geta þau sem vilja komist inn á glæruna með fyrirmælunum með því að skanna Qr kóðann með myndavél símans og haft fyrirmælin á símaskjánum sínum á meðan þau eru í hópastarfinu. Ég nota QRQode Monkey til að búa til kóðana.

Hvað hefur gagnast þér? Hérna er umræða úr Facabook hópnum Upplýsingatækni í skólastarfi þar sem nokkrir kennarar segja svara þessari spurningu.

Púslaðferðin fyrir stóran hóp og í netnámi

Mynd fengin af Unsplash Photos. Höfundur er Markus Spiske.

Á milli hátíðanna sátum við hjón yfir kennsluskipulagi næstu annar. Bæði vorum við að skoða skipulag námskeiða sem áður höfðu verið kennd en ekki með þeim fjölda nemenda sem skráður er á komandi önn. Því til viðbótar er ljóst að námið mun að mestum hluta fara fram á netinu. Þegar þannig háttar er óhjákvæmilegt að þurfa að fara vel yfir skipulag námskeiðanna og kanna hvernig það hentar þessum aðstæðum, m.a. verkefnin sem nemendum er ætlað að vinna. Í báðum námskeiðunum sem við vorum að skoða hafði nemendum áður verið sett fyrir að halda lestrardagbækur sem kennari las yfir og gaf einkunnir og umsagnir fyrir. Okkur þótti báðum ástæða til að endurskoða það fyrirkomulag; bæði vegna fjölda nemenda og einnig vegna þess að það eru einstaklingsverkefni og þegar um netnám er að ræða er það trú okkar að fækka þurfi einstaklingsverkefnum eins og kostur er.

Halda áfram að lesa