Nýir skólastjórnendur

Dagana 17. og 18. september stendur Skólastjórafélag Íslands fyrir námskeiði fyrir nýja og reynda skólastjórnendur. Þetta er í annað sinn sem félagið býður uppá námskeið af þessu tagi. Framhald af þessum tveimur dögum er svo áformað í mars á næsta ári.

Markmið námskeiðsins er að styðja við og efla nýja skólastjórnendur í upphafi starfs. Markhópurinn er nýir skólastjórnendur og einnig aðrir skólastjórnendur sem telja sig þurfa endurmenntun í efnisþáttum námskeiðsins eru einnig velkomnir.

Nyir skolastjorar

Svanhildur Ólafsdóttir fer yfir dagskrá námskeiðsins í upphafi dags.

Fyrsta dag námskeiðsins voru kynningar á KÍ, SÍ og Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt því hvað þarf að hafa í huga þegar maður er nýr í starf. Einnig hélt Anna Kristín Sigurðardóttir fyrirlestur um kennslufræðilega forystu.

Hérna fyrir neðan eru tvö tíst frá fyrirlestri Önnu Kristínar:

Halda áfram að lesa

Af kennslufræðilegri forystu

IMG_8043

Monika Törnsén á fundi Ledarforum NLS í Umeå 2015

Dagana 8.-10. september s.l. var ég á fundi sem heitir Ledarforum NLS. Fundinum lauk með fyrirlestri Moniku Törnsén lektors við Háskólann í Umeå. Hún hefur rannsakað og skrifað um skólastjórnun í Svíþjóð. Á You Tube er hægt að hlusta á hana segja frá áherslum sínum í starfi.

Í fyrirlestri sínum sagðist hún leggja áherslu á að þegar rætt væri um skólastarf ætti að hafa í huga að það sé hlutverk þeirra sem starfa við skólann að skapa þar umhverfi og menningu þar sem nemendum finnst þeir vera öruggir og geta lært það sem skiptir máli án þess að annað í nærumhverfi þeirra hafi áhrif. Það er skylda þeirra sem starfa í skólum að taka tillit til aðstæðna barnanna. Nám nemenda og framtíð veltur að stórum hluta á því hvernig þeim vegnar í skólanum og starfsfólk skólanna hefur í hendi sinni hvers konar umhverfi og aðstæður skapast þar.

Hún sýndi líkan sem skýrði nálgun hennar á viðfangsefni dagsins. Það sýndi að kennslufræðileg forysta byggir á kenningum, rannsóknum, stefnu og framkvæmd starfsins. Sýnileiki kennslufræðilegrar forystu í daglegu starfi fari eftir því hvernig stjórnandinn lítur á og rækir þann hluta starfsins. Hún tók dæmi um stjórnanda sem t.d. kemur heimsóknum í kennslustofur fyrir í dagbók sinnni og ekkert annað fær að trufla þá heimsókn. Hún nefndi að Lennart Grosin (2003) hefði komist að því að það væri lítill vandi fyrir skólastjórnendur að setja kennslufræðilega forystu í forgang í daglegu starfi.

Halda áfram að lesa

Hvers konar þekking skiptir máli?

Fyrir skömmu dreifði Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari, frumkvöðull og tækniþjálfari í Skagafirði þýðingu á tveimur myndum um innleiðingu á tækni í skólastarfi. Önnur var blýanturinn sem sýnir mismunandi nálgun og viðhorf skólafólks á innleiðingu tækni í starfi sínu. Hin myndin var þýðing á SAMR líkaninu sem sýnir fjögur stig innleiðingar á tækni í skólastarfi.

Á kennarafundi í Þelamerkurskóla í gær skoðuðu kennarar þessar myndir og staðsettu sig í líkönunum sem þær sýna. Í umræðum á eftir kom fram að fæstir töldu sig geta tilheyrt oddunum eða hinum beittu á myndinni af blýantinum. En flestir voru sammála um að á viðnum hlyti að vera hægt að setja skala; menn væru mislangt frá festingunum eða hinum beittu. Í umræðum mátti greina að löngun var til þess að vera meðal þeirra beittu og jafnvel að komast innan um oddana.

Líkanið fengið að láni frá Ingva Hrannari Ómarssyndi og birt með hans leyfi.

Birt með leyfi Ingva Hrannars Ómarssonar.

Halda áfram að lesa