Í síðustu „staðlotuviku“ Háskóla Íslands sem aftur fór öll fram á netinu, notaði ég orðaský tvisvar sinnum í kennslustund. Þegar ég var að setja saman kennslustundina og datt í hug að nota orðaský velti ég fyrir mér hvort það væri nokkuð fyrir fullorðna. Eftir örstutta umhugsun lét ég slag standa og hugsaði með mér að það kæmi bara í ljós. Ég hefði sjálf gaman að þeim og þau sýna á auðveldan og lifandi hátt það sem nemendur eða þátttakendur í viðburði vilja segja svo þetta gæti varla tekist illa.
Hérna fyrir neðan er dæmi þar sem þátttakendur í Makerý-helgi Vexa hópsins hafði um þá upplifun að segja. Flest forrit sem nýtt eru til að búa til orðaský gefa möguleika á að orðin sem oftast eru nefnd eru stærst í orðaskýinu.
Halda áfram að lesa