
Í lok nóvember sl. hlustaði ég á kynningu hjá Halldóri Björgvin Ívarssyni kennara við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Þar sagði hann frá því hvernig hann nálgast leiðsagnarnám og hvernig honum tókst að færa það skipulag og áherslur yfir í netkennslu.
Af kynningu Halldórs Björgvins var ljóst að hann hafði ástríðu fyrir því að kennslan vekti áhuga nemenda og hann lagði sig fram um að finna leiðir til að virkja nemendur þannig að þeir hafi áhrif á eigið nám ásamt því að gefa þeim tækifæri til þess að eiga hlutdeild í því hvernig verkefni þeirra eru metin. Eftir kynninguna hafði ég samband við Halldór Björgvin til að fá hann í viðtal í Hlaðvarp Bara byrja. Hann varð við bóninni og hérna fyrir neðan getur þú hlustað á viðtalið við hann og kennslu-kisuna Töru. Þar segir hann frá verkfærunum sem hann notar og skipulaginu sem hann styðst við; m.a. skammtaaðferðinni og nálgun hans á leiðsagnarnámið.
Hlusta á Spotify eða Apple Podcasts.
Podcast: Play in new window | Download
Subscribe: RSS