Tengill

It’s not about the games or educational apps

Áhugaverð pæling um reynslu kennara af notkun spjaldtölva og lýsing á menntandi notkun á þeim í Zurich í Sviss.

Í greininni er talað um „the Ipad craze“ og varað við því að spjaldtölvur og notkun þeirra falli í sömu gryfju og tölvur, fartölvuvagnar, kennslumyndbönd og námsvefir og fleiri nýjungar fyrr á árum: „oversold og underused“.

Ég gæti varla verið meira sammála þessum skrifum.

Tengill

Bekkjarblogg í norskum unglingabekk

Hér er góð hugmynd sem er vel útfærð og fylgt eftir. Hér er um að ræða bekkjarblogg sem bekkur hefur haldið úti með kennara sínum í 8.-10. bekk. Á hverjum degi sér einn nemandi um að setja inn dagbókartexta um skóladaginn. Nemendur hafa verið um það bil 30 og því hefur hver nemandi haft þetta verkefni á 30 daga fresti.

Í lok hvers skólaárs hafa nemendur fengið árbók með öllum textunum sem hafa birst.