Hér er hlekkur á síðu þar sem skólastjórar skrifa. Svo virðist sem október sé helgaður rafrænum tengslum kennara. Það kemur ekki fram hvar í heiminum þetta verkefni er en hér eru nokkuð mörg áhugaverð skrif.
Greinasafn vefs
Tengill
It’s not about the games or educational apps
Áhugaverð pæling um reynslu kennara af notkun spjaldtölva og lýsing á menntandi notkun á þeim í Zurich í Sviss.
Í greininni er talað um „the Ipad craze“ og varað við því að spjaldtölvur og notkun þeirra falli í sömu gryfju og tölvur, fartölvuvagnar, kennslumyndbönd og námsvefir og fleiri nýjungar fyrr á árum: „oversold og underused“.
Ég gæti varla verið meira sammála þessum skrifum.
Tengill
Það er víða rætt um gagnsemi, magn og tilgang heimanáms. Hér er stutt grein úr BBC Education.