Rafræn fréttabréf

Skólar og stofnanir sem vilja miðla starfi sínu og koma upplýsingum á framfæri hafa núorðið fleiri leiðir til þess en áður. Ein þeirra er að senda út fréttabréf á rafrænan hátt og innan þeirrar leiðar eru enn fleiri möguleikar. Ég hef nýtt mér fjórar leiðir til að senda rafræn fréttabréf:

download

Það er vandi að velja sér miðil sem bæði þjónar því sem á að miðla og viðtakendum.

 

  1. Tackk sem var vefkerfi þar sem hægt var að búa til fréttabréf, tilkynningar og auglýsingar á einfaldan og smekklegan hátt. Það góða við Tackk-ið var að neðan við það var hægt að hafa spjallþræði um efni Tackk-sins. Tackk er því miður ekki lengur aðgengilegt því það er orðið gjaldþrota. Hugmyndin var góð og vona ég að hún verði endurvakin.
  2. Google Sites er vel hægt að nýta til að búa til fréttabréf með því að búa til síðu með engum undirsíðum og dreifa hlekk hennar í gegnum eigið tölvupóstkerfi og í gegnum aðra miðla. Google Sites er ókeypis og einfalt í notkun og lítur vel út í öllum tækjum, á tölvuskjám, símum og töflum. Nýjasti fídusinn gerir það einfaldara og fallegra en áður að setja inn hlekki af öðrum síðum og miðlum þannig að þeir birtast á Google Síðunni eins og þær líta út í sínu upprunalega kerfi. Það kemur t.d. vel út ef í fréttabréfinu á að vekja athygli á frétt af heimasíðu skólans. Google Sites er líka auðvelt að nota til að auglýsa og halda utan um upplýsingar á viðburði. Sjá t.d. þessa Google Sites síðu um vinnustofu Google í Þelamerkurskóla.
  3. Mad Mimi er vefkerfi þar sem auðvelt er að búa til, dreifa í tölvupósti og fylgjast með fréttabréfum og auglýsingum. Það er bæði hægt að vera með ókeypis og keyptan aðgang. Mér hefur dugað í gegnum tíðina að vera með ókeypis aðganginn. Takmarkanirnar liggja í hve margar myndir er hægt að vista á vinnusvæðinu og hve mörgum er hægt að senda bréfin í gegnum vefkerfið með tölvupósti.
  4. Smore er það sem ég nota mest um þessar mundir. Það er einfalt að búa til, miðla og það virkar vel með t.d. Google Forms (fyrir t.d. skráningar á viðburði). Og fyrir þá sem það vilja að fylgjast með lesningu fréttabréfanna. Umfram allt finnst mér það fallegt og það lítur vel út í öllum tækjum. Það er bæði hægt að vera með frían aðgang og keyptan aðgang. Helsti munurinn liggur í fjölda bakgrunna á fréttabréfið og fjölda þeirra sem hægt er að senda fréttabréfið með tölvupósti í gegnum vefkerfið. Smore er með sérstakan skólaaðgang sem gefur möguleika á að gefa fleirum en einum aðgang að sama svæði, þannig að fleiri en einn geta nýtt sömu áskrift. Smore er líka hægt að nota til að halda utan um upplýsingar og gögn vegna eins viðburðar. Ég hef sagt frá því í pistli sem heitir Auglýsingasnepill verður vefsvæði.

Í opna hópnum á Facebook sem heitir Upplýsingatækni í skólastarfi var um daginn spurt um leiðir til að búa til og senda rafræn fréttabréf og þar voru eftirfarandi leiðir nefndar:

Það mikilvægasta við val á miðlinum er að gera sér grein fyrir því hverju hann á að bæta við þá miðla sem nú þegar eru nýttir til að koma fréttum og tilkynningum til skila til viðtakenda. Hverju og hverjum á hann að þjóna og hvernig gerir hann það best? Það er misjafnt hvað hver og einn þeirra gerir og hverju maður vill koma á framfæri hverju sinni umfram þá miðla sem þegar eru til staðar. Það þarf líka að hafa í huga að flest þeirra fréttabréfakerfa sem búin eru til sem slík eru gerð fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem vilja selja vörur sínar. Sumt af því sem þar er virkar fyrir skóla og annað ekki.  Þess vegna er um að gera að kynna sér nokkra þessara miðla eða að líta vel á möguleika þess sem nú þegar er verið að nota í skólanum.

Gangi ykkur vel.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.