Rabbabarinn út um allt

img_6694Árlega fæ ég, eins og aðrir, meiri uppskeru af rabbabara en ég get nýtt mér. Í fyrrasumar prófaði ég tvisvar sinnum að setja hann í snyrtileg 1 kg. knippi og bjóða þau sundgestum í Jónasarlaug á Þelamörk. Á síðasta mánudag gerði ég þetta aftur. Í öll skiptin hefur rabbabarinn gengið út og vonandi komið öðrum að góðum notum í stað þess að flæða um grænmetisbeðið hjá mér eða þorna upp í frystikistunni.

Í ár fékk ég góða aðstoð frá vinnukonum sem voru í heimsókn í sveitinni. Þær undu sér vel úti við það að skera blöðkuna af rabbabaranum og skera stönglana í tvennt ef þeir voru of stórir.

Vínarbrauðin volg þar fást…

Hjá Hérastubbi bakara í Hálsaskógi er meðal annars hægt að fá volg vínarbrauð og þannig var það líka í dag á Þelamörkinni af því að um þessar mundir breiðir rabbabarinn úr sér og í dag er haustveður þó það teljist vera mitt sumar. Þess vegna fannst mér tilvalið að draga fram uppskriftir að bakkelsi með rabbabara og lífga þannig uppá daginn. Ég hef áður skrifað um það að uppskriftir berast manna á milli með ýmsum leiðum. Í þessari færslu skráði ég þrjár uppskriftir sem ég hef fengið hjá tveimur vinkonum mínum og einni frænku. Allar uppskriftirnar eru fljótlegar. auðveldar og ljúffengar og oftast á maður allt í þær ef baksturlöngunin gerir vart við sig án fyrirvara.

FullSizeRender (5)

Það er notalegt að hreiðra um sig í sófanum með sumarbakkelsi og bók þegar rignir og blæs úti.

Halda áfram að lesa