Rabbabarinn út um allt

img_6694Árlega fæ ég, eins og aðrir, meiri uppskeru af rabbabara en ég get nýtt mér. Í fyrrasumar prófaði ég tvisvar sinnum að setja hann í snyrtileg 1 kg. knippi og bjóða þau sundgestum í Jónasarlaug á Þelamörk. Á síðasta mánudag gerði ég þetta aftur. Í öll skiptin hefur rabbabarinn gengið út og vonandi komið öðrum að góðum notum í stað þess að flæða um grænmetisbeðið hjá mér eða þorna upp í frystikistunni.

Í ár fékk ég góða aðstoð frá vinnukonum sem voru í heimsókn í sveitinni. Þær undu sér vel úti við það að skera blöðkuna af rabbabaranum og skera stönglana í tvennt ef þeir voru of stórir.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.